Hef verið í allsherjar naflaskoðun síðustu daga og vikur og komist að því að nauðsynlegt er að hafa einhver markmið til að gera lífið skemmtilegra. Á að minnsta kosti við mig. Á fimm ára planinu er að klára tvær b.s. gráður, hvorki meira né minna. Klára ritgerð í landafræðinni og bæta við mig í kerfisfræðinni þannig að ég geti talið mig tölvunarfræðing. Kannski betra að hafa ennþá þröngari tímaramma og drífa í þessu. Finnst þó að ég þurfi einnig markmið sem eru annars eðlis.
Hinsvegar verður maður að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við þau markmið sem maður setur. Var minnt á þetta þegar frænka mín setti fram ágætismarkmið á blögginu sínu í dag. Ég ætla að taka hana til fyrirmyndar. Nú er bara að finna sér verðugt markmið.
Hinsvegar verður maður að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við þau markmið sem maður setur. Var minnt á þetta þegar frænka mín setti fram ágætismarkmið á blögginu sínu í dag. Ég ætla að taka hana til fyrirmyndar. Nú er bara að finna sér verðugt markmið.
Ummæli