Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2006

Markmið

Hef verið í allsherjar naflaskoðun síðustu daga og vikur og komist að því að nauðsynlegt er að hafa einhver markmið til að gera lífið skemmtilegra. Á að minnsta kosti við mig. Á fimm ára planinu er að klára tvær b.s. gráður, hvorki meira né minna. Klára ritgerð í landafræðinni og bæta við mig í kerfisfræðinni þannig að ég geti talið mig tölvunarfræðing. Kannski betra að hafa ennþá þröngari tímaramma og drífa í þessu. Finnst þó að ég þurfi einnig markmið sem eru annars eðlis. Hinsvegar verður maður að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við þau markmið sem maður setur. Var minnt á þetta þegar frænka mín setti fram ágætismarkmið á blögginu sínu í dag. Ég ætla að taka hana til fyrirmyndar. Nú er bara að finna sér verðugt markmið.

Sumarbústaðaferð

Fórum í sumarbústað um helgina. Stefnan var tekin á Flúðir og vorum við þar í góðu yfirlæti í kennarabústað ásamt tengdó og systkynum eiginmannsins. Kristófer Óla fannst þetta hin besta skemmtun og skemmtilegast var að fara í pottin, það er óhætt að segja að hann hafi líklega farið oftast í pottinn, kannski ásamt föður sínum. Mér finnst alltaf gaman að komast aðeins út úr bænum og ekki er verra þegar maður getur eytt heilli helgi utan bæjarmarkanna. Þetta var skemmtileg ferð í rólegheitum, borðuðum fullt, lásum, gerðum Sudoku, kíktum í smá gönguferð, fórum í pottinn og spiluðum Sequence. Ekki skemmdi veðrið en það var eins og það gerist best á Íslandi, sól og stilla og bara nokkuð hlýtt miðað við það að það september sé að verða búinn.

Hælspori

Er búinn að vera að drepast í löppinni í örugglega tvo mánuði. Dreif mig loksins til doksa og hann sagði bara að ég væri með hælspora. Þetta væri algengt og lítið við því að gera. Jafnaði sig vonandi. Ekki var ég ánægð með að heyra það enda á ég erfitt með að stíga í fæturna á kvöldin. Ég ætla þó að reyna að þjálfa þetta eitthvað upp með kannski sundæfingum og fara út að hljóla. Finnst því miður vont að labba þannig að ég get ekki gert það sem mér finnst skemmtilegast. En það er nú eiginlega jafn skemmtilegt að synda og fara í góðan göngutúr Fór í Bláa Lónið síðasta föstudag með Nínu Brá og Gunnhildi. Það var virkilega gaman að drífa sig aðeins út úr bænum og gera eitthvað öðruvísi. Við fengum okkur meira að segja bjór í lónið sem var bara nokkuð gaman. Mörg ár síðan ég smakkaði bjór síðast. Síðan drifum við okkur í bæinn og keyptum okkur mat á Mekong, varð nú frekar fyrir vonbrigðum en samt gaman að prófa eitthvað nýtt. Best að líta á björtu hliðarnar. Fórum svo heim til Gunnhildar og...

Kósi mjósi veikur

Sonurinn sem gengur undir nafninu Kósi mjósi þessa dagana er veikur eina ferðina enn. Hann má nú varla við því hann er svo grannur greyið. Ég sit hérna heima og bíð eftir því að hann vakni. Nú er hann búinn að vera þrjár vikur á leikskólanum þar með talin vikan sem hann var í aðlögun. Hann er búinn að vera veikur í fjóra daga af þrettán. Gerir aðrir betur. Hann er nú að mestu búinn að jafna sig í þetta skiptið og á morgun er tekin stefnan á Leikskólann.

Munnræpa

Orðaforði einkasonarins eykst dag frá degi og ótrúlega mörg fyndin skot koma frá honum á hverjum degi enda drengurinn sítalandi með algjöra munnræpu. Öll orðin eru nú ekki ennþá skiljanleg fyrir alla en það lagast dag frá degi. Með þessu áframhaldi verður drengurinn orðinn nánast altalandi tveggja ára. Maður fattar það ekki alltaf að hann skilur nánast allt sem sagt er við hann og verða foreldrarnir að passa sig að segja ekki einhver óæskileg orð þar sem hann hermir eftir öllu sem sagt er núna. Í dag vorum við að fara í Garðabæinn til ömmu og afa að fá okkur Dominos pizzu með þeim. Kristófer situr í aftursætinu og segir, koma ömmu. Heim ömmu. Ég segi já við erum að fara heim til ömmu. Drengurinn svarar í aftursætinu, okey!!! Kristófer smakkaði í fyrsta skipti Dominos pizzu og borðaði næstum því tvær sneiðar. Bílar eru ennþá eitt aðaláhugamálið og á leiðinni heim sáum við steypubíl og Kristófer Óli sagði deypubrri. Foreldarnir minntust ekki þess að hafa kennt honum þetta orð en hann va...

Haust?

Byrjuð í vinnunni og það var nú bara fínt. Það sem merkilegar er að Kristófer Óli er byrjaður á leikskóla, Grænatún og hann getur meira að segja sagt nafnið sjálfur. Ótrúlegt hvað strákurinn minn er orðinn stór. Gengur bara vel og segir bara bless við okkur og fer að leika sér. En honum tókst að vera fjóra daga á leikskólanum þegar hann varð veikur og ég er núna heima með drenginn sem er með kvef, hósta og hita. Síðan er september byrjaður, ætli það sé ekki bara komið haust. Mér finnst það reyndar alveg ágætt er fyrir löngu búin að sættast við haustið og er bara ekki frá því að það sé uppáhalds árstíðin mín. Þá fer að styttast í jólin og ég er svo mikið jólabarn að ég er strax byrjuð að hugsa um þau.