Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2004

Á bílnum í vinnuna

Siggi hjólaði í vinnuna í dag í fyrsta skipti þetta árið. Í staðinn fékk ég að fara á bílnum í vinnuna og nýtti ég mér tækifærið og svaf aðeins lengur, en mætti þó í vinnuna 20 mínútum yfir átta. Oh, það var næs. Hinsvegar er verið að yfirfara holræsin í götunni minni og ekkert vatn í allan dag frá kl. 7:45 og fram á kvöld. Þegar ég var að fara á bílnum í vinnuna voru því einhverjir vinnubílar að skoða holræsin og ég eiginlega föst inní götunni. Það endaði með því að ég gerðist lögbrjótur og keyrði þar sem ég má ekki keyra, segi ekki meir ef löggan les reglulega síðuna! Í gær fór ég í vikulegan göngutúr með Sigurborgu frænku og í þetta skiptið kom Hulda frænka með okkur. Við löbbuðum um laugardalinn og hverfið þar í kring, í yndislegu vorveðri. Svona á lífið að vera.

Nýr sófi

Í dag var ætlunin að klára að mála stofuna þannig að hún passaði við nýja sófan, já ég sagði nýja sófann. Við erum loksins búin að fá nýjan sófa sem hægt er að sitja í en ekki bara liggja og þar sem ég á svo frábæran pabba sem er húsgagnabólstrari þá þurfti ég ekki að borga neitt fyrir hann. Það eru nú ekki allir eins heppnir og ég. En það er nú saga að segja frá því hvernig við fengum nýjan sófa. Við vorum nú búin að ræða við pabba að okkur langaði í nýjan sófa, búin að velja áklæði sem var keypt um áramótin en ekkert bólaði á sófanum. Já málið var nefnilega það að á föstudaginn kom ég heim eftir vinnu í mínu mesta sakleysi en dauðbrá þegar ég kom inn. Það var búið að færa kommóðun sem er á ganginum og það fyrsta sem Lilju taugaveikluðu datt í hug var náttúrulega að það hefðu komið einhverjir þjófar og stolið frá okkur. Ég leit inní stofu og það var eitthvað breytt þannig að ég var næstum því viss um að einhverjir óboðnir gestir hefðu komið inn til okkar. Jú víst voru það gestir en...

Letilíf

Enn einu sinni komið frí. Þetta er bara algjört letilíf. En ég gat nú ekki sofið út, ó nei. Ég var svo þreytt í gær að ég fór bara að sofa kl. 23.00 en Siggi var í snóker með vinnufélögunum. En í staðinn vaknaði ég kl. 7.00 eins og vanalega og þá var mín sko bara búin að sofa út og gat ekki sofið lengur. Siggi fór að hjálpa pabba kl. 7.30 að tæma einhvern gám og svo fór hann í vinnuna beint í framhaldi af því þannig að ég er ein heima í kotinu og hef það gott. Já, þetta er sko algjört letilíf.

Gleðilegt sumar

Já, þá er sumarið víst komið og tja jafnvel farið þetta árið. í gær var sumardagurinn fyrsti og aldrei man ég eftir að það haf verið janf gott verður á sumardagin fyrsta og í gær, algjör bongóblíða. Ingólfur bróðir átti afmæli í gær, 22. apríl, þannig að við fórum í smá kaffiboð til hans og Ingu og fengum þessa fínu súkkulaðitertu með jarðaberjum og rjóma, namm, namm og takk fyrir mig. En við stóðum í stórræðum í gær, þó aðallega Siggi en ég sá um að stjórna. Siggi málaði nefnilega stofuna hjá okkur. Reyndar náði hann bara að mála þrjá veggi en þá kláraðist málingin. Að sjálfsögðu er núna miklu bjartara og fallegra inní litlu stofunni okkar og við skiljum bara ekki af hverju við vorum ekki búin að gera þetta miklu fyrr. Við héldum svo uppá sumarið með því að skella okkur á “stælinn” (þýðing: American Style) um kvöldið. Ekki leiðinlegur dagur það. Í dag er svo hálfgerður mánudagur en í raun er föstudagur. Mjög svo skemmtilegt því á morgun er nefnilega komin helgi aftur. Mætt...

Helgarfléttan - enn og aftur

Hef nú ekkert skrifað fyrr en fyrir helgi þannig að ég verð bara að sameina þetta allt saman í einni helgarfléttu. Haldið þið ekki bara að ég hafi tekið mér frí í vinnunni á föstudaginn. Fyrsti sumarfrísdagurinn minn þetta árið. Já, það var svo erfitt að koma aftur í vinnuna eftir allt páskafríið að ég varð bara að fá mér einn frídag. En það var sko kærkomin frídagur. Ég svaf út og svo fór ég til mömmu og pabba og dró mömmu með mér í Smáralindina en eftir tvo tíma þá vorum við orðnar drulluþreyttar þannig að við fórum bara heim aftur. Ég var svo bara heima hjá mömmu og pabba þangað til Siggi var búinn í vinnunni og þá fór ég og sótti hann og við Siggi fórum í Bónus í Hafnarfirði ásamt öllum hinum Hafnfirðingunum og einnig þeim sem búa á Álftanesi (hitti nefnilega eina sem er að vinna með mér og hún býr sko á Álftanesinu). Það var sem sagt margt um manninn í Bónus og eftir þá ferð þá fórum við aftur í Hörgatúnið og í þetta skiptið skelltum við í okkur pizzu með mömmu, pabba og Ingól...

Busy woman

Ég er sko búin að vera dugleg stelpa síðustu dagana. Á þriðjudaginn fór ég í göngutúr með Sigurborgu frænku en það kom grenjandi rigning á okkur og þar sem við vorum eiginlega ekki klæddar fyrir rigningu, þá drifum við okkur bara heim til Sigurborgar og spiluðum Scabble. Í gærkvöldi fór ég svo á kaffihús með Rakel vinkonu minni. Hún er nýbúin að kaupa sér bíl, Nissan Micra 2000 og voða ánægð með það. Hún sótti mig auðvitað á nýja bílnum og við rúntuðum aðeins niður Laugarveginn áður en að við skelltum okkur á Kaffi París. Ég fékk mér meira að segja ristaða samloku með pepperoni þar sem ég hafði ekki fengið mér neinn kvöldmat. Þetta var hin besta skemmtun en núna held ég bara að ég verði heima í kvöld. Er ekki vön því að vera svona dugleg kvöld eftir kvöld, tja það er svona að vera kominn yfir þrítugt. Á morgun ætla ég að taka mér sumarfrí í vinnunni þar sem það hefur verið svo lítið um frí að undarförnu (eða þannig, heheheh). Ég vinn því aðeins þrjá daga í þessari viku. Frekar ...

Lífið er ljúft

Já ég er sko búin að hafa það gott um páskana. Ég er búin að gera nánast ekki neitt og njóta þess í botn. Hef sko ekki samviskubit yfir því. En allir góðir hlutir taka enda og á morgun er það vinna og aftur vinna. Ekkert frí nema að maður taki sér eitthvað sumarfrí í sumar, en það lítur því miður ekki út fyrir það. Ég tók mig þó til og sett inn fullt af myndum í dag á heimasíðu okkar Sigga enda kominn tími til. Fleira var ekki í fréttum í dag.

Gleðilega páska

Í dag er páskadagur hérna hjá okkur á Íslandi og í stórum hluta Evrópu, a.m.k. Við fengum okkur páskaegg í morgun og drifum okkur svo í bíltúr. Við enduðum á Þingvöllum í grenjandi rigningu. Við létum það nú ekkert á okkur fá og drifum okkur í smá göngutúr og tókum nokkrar myndir. Það er aldrei að vita nema að ég komi inn nokkrum myndum á heimasíðuna okkar í dag eða á morgun. Síðustu myndir sem settar voru inn eru frá því í janúar, já það er sko framtaksleysi á þessum bæ. Við röltum smá um Þingvelli og tókum svo lengri leiðina heim, þar sem við keyrðum til Nesjavalla og keyrðum svo Nesjavallaleiðna í bæinn. Sáum fullt af gönguleiðum sem vert væri að kíkja nánar á í sumar. Á eftir erum við svo að fara í hamborgarhrygg til mömmu og pabba í Hörgatúnið. Ekki er það verra. Já það er sko sælt að vera í fríi og slappa af og borða, enda höfum við nú ekki gert mikið meira en það síðustu daga.

Föstudagurinn langi

Jæja þá er föstudagurinn langi runinn upp og ég er nú ekki að standa mig í blögginu. Þar sem þessi dagur hefur alltaf verið svo langur í minningunni, sérstaklega þegar maður var lítill og mátti ekki gera neitt þá ákvað ég að eyða hluta úr deginum við að gera svolítið sem ég hef ekki gert lengi, nefnilega skrifa hér á þessa síðu. Fór í bíó í gær með Sigurborgu frænku, við fórum að sjá Taking Lifes sem var ágætis skemmtun. Annars lítur út fyrir að þessir páskar verði afslöppun og aftur afslöppun. Svaf frá kl. 17.30 til 19.15 í gær og á miðvikudaginn frá kl. 17 til kl. 21. Er greinilega að vinna upp svefn þessa dagana. Við fórum reyndar í sund í gær en það fór alveg með okkur og endaði með því að við gerðum lítið meira þann daginn. Ekki erum við búin að vera duglegri í dag. Við erum reyndar boði í fisk hjá mömmu og pabba í hádeginu í dag og svo í kvöld ætlum við Sigurborg að kíkja til hennar Huldu frænku. Jæja, best að leggja sig áður en maður fer í hádegismat.