Pizzadagur
Ég skrapp í Kringluna í gær með mömmu og röltum þar um. Svo endaði það með því að ég keypti barasta eina jólagjöf handa Sigurborgu! Kannski aðeins of snemma farin að hugsa um þetta en jæja, það er að koma desember og þá fer maður að fara í jólaskap. En kaupmennirnir byrja alltof snemma á að skreyta og reyna að fá mann til þess að eyða peningum. Þegar við vorum búnar að skoða í Kringlunni þá drifum við okkur heim og pöntuðum pizzu. Ég náði í Sigga í vinnuna og Ingólfur kom líka en Inga var með eitthvað boð handa vinkonum sínum þannig að við fjölskyldan borðuðum pizzu saman og sögðum brandara sem enginn skilur nema við, svona einkahúmor.
Eftir pizzuátið þá fór Siggi bara heim en ég hjálpaði Ingólfi að færa öll skjölin hans sem eftir voru á gömlu tölvunni yfir á nýju fartölvuna hans og hann keyrði mig svo heim.
Svo fer pabbi bara að verða fimmtugur, ekki nema tveir dagar í það að hann komist á efri ár eins og hann segir það. Já þá fara foreldrar mínir að verða gamlir eða hvað?
Siggi er að koma að sækja mig en svo ætla ég að fara í Elko að kíkja á tilboðin þar, aldrei að vita nema að maður finni einhverja gjöf.
Ég skrapp í Kringluna í gær með mömmu og röltum þar um. Svo endaði það með því að ég keypti barasta eina jólagjöf handa Sigurborgu! Kannski aðeins of snemma farin að hugsa um þetta en jæja, það er að koma desember og þá fer maður að fara í jólaskap. En kaupmennirnir byrja alltof snemma á að skreyta og reyna að fá mann til þess að eyða peningum. Þegar við vorum búnar að skoða í Kringlunni þá drifum við okkur heim og pöntuðum pizzu. Ég náði í Sigga í vinnuna og Ingólfur kom líka en Inga var með eitthvað boð handa vinkonum sínum þannig að við fjölskyldan borðuðum pizzu saman og sögðum brandara sem enginn skilur nema við, svona einkahúmor.
Eftir pizzuátið þá fór Siggi bara heim en ég hjálpaði Ingólfi að færa öll skjölin hans sem eftir voru á gömlu tölvunni yfir á nýju fartölvuna hans og hann keyrði mig svo heim.
Svo fer pabbi bara að verða fimmtugur, ekki nema tveir dagar í það að hann komist á efri ár eins og hann segir það. Já þá fara foreldrar mínir að verða gamlir eða hvað?
Siggi er að koma að sækja mig en svo ætla ég að fara í Elko að kíkja á tilboðin þar, aldrei að vita nema að maður finni einhverja gjöf.
Ummæli