Fara í aðalinnihald
Fifty places to see before you die

Sá þetta á heimasíðu hjá Einari Erni og mátti til með að bæta þessu við hérna hjá mér.

1 The Grand Canyon
2 The Great Barrier Reef
3 Florida
4 South Island
5 Cape Town
6 Golden Temple
7 Las Vegas
8 Sydney
9 New York
10 Taj Mahal
11 Canadian Rockies
12 Uluru
13 Chichen Itza - Mexico
14 Machu Picchu - Peru
15 Niagara Falls
16 Petra - Jordan
17 The Pyramids - Egypt
18 Venice
19 Maldives
20 Great Wall of China
21 Victoria Falls - Zimbabwe
22 Hong Kong
23 Yosemite National Park
24 Hawaii
25 Auckland - New Zealand
26 Iguassu Falls
27 Paris
28 Alaska
29 Angkor Wat - Cambodia
30 Himalayas - Nepal
31 Rio de Janeiro - Brazil
32 Masai Mara - Kenya
33 Galapagos Islands - Ecuador
34 Luxor - Egypt
35 Rome
36 San Francisco
37 Barcelona
38 Dubai
39 Singapore
40 La Digue - Seychelles
41 Sri Lanka
42 Bangkok
43 Barbados
44 Iceland
45 Terracotta Army - China
46 Zermatt - Switzerland
47 Angel Falls - Venezuela
48 Abu Simbel - Egypt
49 Bali
50 French Polynesia


Ég hef nú bara komið á fjóra staði sem er heldur slappt.

Florída
Í útskriftarferð með Verzló 1993. Þá var það nú reyndar bara Orlando og kítki nú helst bara á einvherja skemmtigarði og Florida Mall, en það gildir!

Chichen Itza - Mexíkó
Einnig í útskriftarferð 1993. Þetta var hápunktur ferðarinnar og mæli ég með þessu fyrir alla. Ég labbaði meira að segja upp einn pýramídann þó að ég væri að deyja úr lofthræðslu.

Barcelona
Heimsótti Barcelona 1994 þegar ég var á leiðinni heim frá Spáni þar sem ég hafði verið Au-Pair í Madrid í hálft ár. Ég eyddi þar reyndar bara einum degi. En þetta var virkilega falleg borg og ég sá í raun ótrúlega margt. Þangað fer ég örugglega aftur.

Ísland
Þar hef ég búið mest alla ævina, 30 ár fyrir utan hálft ár á Spáni og 3 1/2 ár í Danmörku. Ekkert jafnast á við litina á Íslandi, þ.e. hvergi eins blár himinn og grænt gras sem hefur örugglega eitthvað með það að gera hvað við erum norðanlegra. Á samt eftir að skoða fullt fullt af landinu. Uppáhaldsstaður minn núna eru Vestfirðirnir sem ég væri sko til í að skoða aðeins betur.

Þarf greinilega að fara að leggjast í ferðalög!!!
Hvað með ykkur?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.