Matargestir og jólaskap
Í gær buðum við Ingólfi bróður og Ingu kærustunni hans í mat. Það kom nú eiginlega bara til að við tókum óvart út þrjár kjúklingabringur úr frystinum þannig að það var alltof mikið handa okkur tveimur. Hefðum kannski bara tekið afganginn með okkur í vinnuna í dag en svo var Ingólfur svo heppinn að hringja og mér datt bara í hug að bjóða honum í smá mat. Þau voru náttúrulega fegin að sleppa við að elda. Svo voru þau svo heppin að ég hafði búið til eplarétt daginn áður þar sem að ég og Siggi áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli þann 24. nóvember og fengu þau afganginn af því.
Annars var ég að lyfta borði í gær og fékk í bakið þannig að í dag er ég skakki turninn í Pisa! Var meira að segja að spá í hvort að ég ætti að vera heima í dag, liggja fyrir og reyna að ná þessu úr mér en nennti því sko ekki og beit bara á jaxlinn og dreif mig í vinnuna þar sem að ég gat á annað borð hreyft mig, en það get ég ekki alltaf þegar að ég fæ í bakið.
Næstu fréttir eru þær að ég er alveg að komast í jólaskap. Var búin að ákveða að næstkomandi föstudag ætla ég að byrja í jólaskapi og ég held bara að það muni takast! Ekki skemmir fyrir að núna er allt hvítt úti og virkilega jólalegt. Þá er bara að taka fram jólaskrautið og byrja að skreyta um helgina.
Í gær buðum við Ingólfi bróður og Ingu kærustunni hans í mat. Það kom nú eiginlega bara til að við tókum óvart út þrjár kjúklingabringur úr frystinum þannig að það var alltof mikið handa okkur tveimur. Hefðum kannski bara tekið afganginn með okkur í vinnuna í dag en svo var Ingólfur svo heppinn að hringja og mér datt bara í hug að bjóða honum í smá mat. Þau voru náttúrulega fegin að sleppa við að elda. Svo voru þau svo heppin að ég hafði búið til eplarétt daginn áður þar sem að ég og Siggi áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli þann 24. nóvember og fengu þau afganginn af því.
Annars var ég að lyfta borði í gær og fékk í bakið þannig að í dag er ég skakki turninn í Pisa! Var meira að segja að spá í hvort að ég ætti að vera heima í dag, liggja fyrir og reyna að ná þessu úr mér en nennti því sko ekki og beit bara á jaxlinn og dreif mig í vinnuna þar sem að ég gat á annað borð hreyft mig, en það get ég ekki alltaf þegar að ég fæ í bakið.
Næstu fréttir eru þær að ég er alveg að komast í jólaskap. Var búin að ákveða að næstkomandi föstudag ætla ég að byrja í jólaskapi og ég held bara að það muni takast! Ekki skemmir fyrir að núna er allt hvítt úti og virkilega jólalegt. Þá er bara að taka fram jólaskrautið og byrja að skreyta um helgina.
Ummæli