Helgafléttan
Helgin var nú heldur betur viðburðarrík. Á laugardaginn þá átti pabbi afmæli þannig að við fórum til hans í morgunkaffi/hádegisverð eða svona Brunch eins og Bandaríkjamenn kalla það. Siggi var svo að vinna þannig að ég ákvað nú samt að gera eitthvað annað en að vera heima allan daginn. Fyrst fór ég til ömmu á Sunnubrautina og spjallaði aðeins við hana. Næst dreif ég mig í Bónus og keypti inn fyrir helgina. Því næst fór ég og tók nokkrar myndir í góða veðrinu á Örfisey og svo við vitann út á Seltjarnarnesi. Að því loknu fór ég í heimsókn til Sigurborgar og hitti hana og Söru og síðan komu foreldar hennar Sigurborgar, Ester og Óli. Við Sigurborg ætluðum að drífa okkur í smá göngutúr á meðan Ester passaði Söru, við komust ekki langt því þegar við vorum að labba niður stigaganginn á Reynimelnum þá hringdi Siggi og ég drefi mig í að sækja hann. Eftir kvöldmat fórum við svo í Grænahjallann og ætluðum að hitta tengdó nýkomun frá útlöndum en í staðinn hittum þar fyrir Möggu systur hans Sigga en foreldrar hans voru ennþá á Flórída, komu fyrst í gær sunnudag. Við fórum svo heim og leigðum okkur DVD Chalies Angels sem ég gef nú ekki margar stjörnur ef þá einhverja því mér tókst að sofna yfir henni. Ég kláraði svo að horfa á hana í gær og komst þá að því að þetta væri nú bara mynd fyrir karlmenn; kroppasýning, slagsmál og hraðakstur. Þetta allt afrekaði ég á laugardaginn sem ég kalla nú bara mjög gott.
Á sunnudaginn var Siggi aftur að vinna þannig að ég keyrði hann í vinnuna og dreif mig svo bara í leikfimi fyrst að ég var komin á fætur fyrir kl. 10.00 á sunnudagsmorgni og ekki sá ég eftir því. Síðan fór ég heim og sletti í form þar sem ég bjó til eina ostaköku og dreif mig svo með kökuna til hennar ömmu í afmæli en hún varð 78 ára í gær blessunin. Á Sunnubrautinni var glatt á hjalla og nóg af krökkum enda eru systkyni hennar mömmu nokkuð yngri en hún. Ég og mamma stoppuðum þar aðeins og smökkuðum á öllum kræsingunum sem í boði voru en svo keyrði ég hana heim. Þar hjálpaði ég pabba aðeins með nýju stafrænu myndavélina sem hann fékk í afmælisgjöf og svo fór ég heim til Sigga míns. Við ákváðum að drífa okkur á Ruby Tuesdays og fá okkur þar að borða og halda svona smá fyrirfram uppá það að í dag eru tvö ár frá því að við giftum okkur. Við Siggi eigum sem sagt tveggja ára brúðkaupsafmæli í dag. Geri aðrir betur! Það heitir víst bómullarbrúðkaupsafmæli.
Mér tókst sem sagt að gera heilmikið á þessari helgi, ég held reyndar að mér hafi sjalda tekist eins vel til og þá hef ég ekkert nefnt föstudaginn.
Helgin var nú heldur betur viðburðarrík. Á laugardaginn þá átti pabbi afmæli þannig að við fórum til hans í morgunkaffi/hádegisverð eða svona Brunch eins og Bandaríkjamenn kalla það. Siggi var svo að vinna þannig að ég ákvað nú samt að gera eitthvað annað en að vera heima allan daginn. Fyrst fór ég til ömmu á Sunnubrautina og spjallaði aðeins við hana. Næst dreif ég mig í Bónus og keypti inn fyrir helgina. Því næst fór ég og tók nokkrar myndir í góða veðrinu á Örfisey og svo við vitann út á Seltjarnarnesi. Að því loknu fór ég í heimsókn til Sigurborgar og hitti hana og Söru og síðan komu foreldar hennar Sigurborgar, Ester og Óli. Við Sigurborg ætluðum að drífa okkur í smá göngutúr á meðan Ester passaði Söru, við komust ekki langt því þegar við vorum að labba niður stigaganginn á Reynimelnum þá hringdi Siggi og ég drefi mig í að sækja hann. Eftir kvöldmat fórum við svo í Grænahjallann og ætluðum að hitta tengdó nýkomun frá útlöndum en í staðinn hittum þar fyrir Möggu systur hans Sigga en foreldrar hans voru ennþá á Flórída, komu fyrst í gær sunnudag. Við fórum svo heim og leigðum okkur DVD Chalies Angels sem ég gef nú ekki margar stjörnur ef þá einhverja því mér tókst að sofna yfir henni. Ég kláraði svo að horfa á hana í gær og komst þá að því að þetta væri nú bara mynd fyrir karlmenn; kroppasýning, slagsmál og hraðakstur. Þetta allt afrekaði ég á laugardaginn sem ég kalla nú bara mjög gott.
Á sunnudaginn var Siggi aftur að vinna þannig að ég keyrði hann í vinnuna og dreif mig svo bara í leikfimi fyrst að ég var komin á fætur fyrir kl. 10.00 á sunnudagsmorgni og ekki sá ég eftir því. Síðan fór ég heim og sletti í form þar sem ég bjó til eina ostaköku og dreif mig svo með kökuna til hennar ömmu í afmæli en hún varð 78 ára í gær blessunin. Á Sunnubrautinni var glatt á hjalla og nóg af krökkum enda eru systkyni hennar mömmu nokkuð yngri en hún. Ég og mamma stoppuðum þar aðeins og smökkuðum á öllum kræsingunum sem í boði voru en svo keyrði ég hana heim. Þar hjálpaði ég pabba aðeins með nýju stafrænu myndavélina sem hann fékk í afmælisgjöf og svo fór ég heim til Sigga míns. Við ákváðum að drífa okkur á Ruby Tuesdays og fá okkur þar að borða og halda svona smá fyrirfram uppá það að í dag eru tvö ár frá því að við giftum okkur. Við Siggi eigum sem sagt tveggja ára brúðkaupsafmæli í dag. Geri aðrir betur! Það heitir víst bómullarbrúðkaupsafmæli.
Mér tókst sem sagt að gera heilmikið á þessari helgi, ég held reyndar að mér hafi sjalda tekist eins vel til og þá hef ég ekkert nefnt föstudaginn.
Ummæli