Karma
Jæja ég labbaði bara heim í góða veðrinu í gær og tók nokkrar myndir sem hægt er að sjá á heimasíðu okkar hjónanna seinna í kvöld þegar að ég nenni að setja þær inn. Svo þegar að ég var alveg að komast heim þá fattaði ég að ég hafði barasta gleymt veskinu mínu í vinnunni en ég beið bara eftir að Siggi kæmi heim og þá brunuðum við aftur í vinnuna og sóttum veskið.
Í gærkvöldi þá settist ég fyrir framan tölvuna og skrifaði lista yfir þær jólgjafir sem ég er búin að kaupa og þær sem ég á eftir að kaupa. Já mörgum finnst ég örugglega hálf rugluð að vera með þetta svona skipulagt og skjalfest en það hentar mér bara lang best. Ég er eiginlega búin að kaupa allar jólagjafirnar og þær sem ég á eftir að kaup er ég eiginlega búin að ákveða hvað verður. Í desember þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af jólagjafakaupum og get bara haft það gott með smá "julehygge" eins og danskurinn segir.
Annars var mér einnig boðið starf í fyrradag en neitaði því þar sem ég vildi ekki fara á...
Sögur úr úthverfinu