Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2003
Karma Jæja ég labbaði bara heim í góða veðrinu í gær og tók nokkrar myndir sem hægt er að sjá á heimasíðu okkar hjónanna seinna í kvöld þegar að ég nenni að setja þær inn. Svo þegar að ég var alveg að komast heim þá fattaði ég að ég hafði barasta gleymt veskinu mínu í vinnunni en ég beið bara eftir að Siggi kæmi heim og þá brunuðum við aftur í vinnuna og sóttum veskið. Í gærkvöldi þá settist ég fyrir framan tölvuna og skrifaði lista yfir þær jólgjafir sem ég er búin að kaupa og þær sem ég á eftir að kaupa. Já mörgum finnst ég örugglega hálf rugluð að vera með þetta svona skipulagt og skjalfest en það hentar mér bara lang best. Ég er eiginlega búin að kaupa allar jólagjafirnar og þær sem ég á eftir að kaup er ég eiginlega búin að ákveða hvað verður. Í desember þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af jólagjafakaupum og get bara haft það gott með smá "julehygge" eins og danskurinn segir. Annars var mér einnig boðið starf í fyrradag en neitaði því þar sem ég vildi ekki fara á...
Matargestir og jólaskap Í gær buðum við Ingólfi bróður og Ingu kærustunni hans í mat. Það kom nú eiginlega bara til að við tókum óvart út þrjár kjúklingabringur úr frystinum þannig að það var alltof mikið handa okkur tveimur. Hefðum kannski bara tekið afganginn með okkur í vinnuna í dag en svo var Ingólfur svo heppinn að hringja og mér datt bara í hug að bjóða honum í smá mat. Þau voru náttúrulega fegin að sleppa við að elda. Svo voru þau svo heppin að ég hafði búið til eplarétt daginn áður þar sem að ég og Siggi áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli þann 24. nóvember og fengu þau afganginn af því. Annars var ég að lyfta borði í gær og fékk í bakið þannig að í dag er ég skakki turninn í Pisa! Var meira að segja að spá í hvort að ég ætti að vera heima í dag, liggja fyrir og reyna að ná þessu úr mér en nennti því sko ekki og beit bara á jaxlinn og dreif mig í vinnuna þar sem að ég gat á annað borð hreyft mig, en það get ég ekki alltaf þegar að ég fæ í bakið. Næstu fréttir eru þær að...
Fifty places to see before you die Sá þetta á heimasíðu hjá Einari Erni og mátti til með að bæta þessu við hérna hjá mér. 1 The Grand Canyon 2 The Great Barrier Reef 3 Florida 4 South Island 5 Cape Town 6 Golden Temple 7 Las Vegas 8 Sydney 9 New York 10 Taj Mahal 11 Canadian Rockies 12 Uluru 13 Chichen Itza - Mexico 14 Machu Picchu - Peru 15 Niagara Falls 16 Petra - Jordan 17 The Pyramids - Egypt 18 Venice 19 Maldives 20 Great Wall of China 21 Victoria Falls - Zimbabwe 22 Hong Kong 23 Yosemite National Park 24 Hawaii 25 Auckland - New Zealand 26 Iguassu Falls 27 Paris 28 Alaska 29 Angkor Wat - Cambodia 30 Himalayas - Nepal 31 Rio de Janeiro - Brazil 32 Masai Mara - Kenya 33 Galapagos Islands - Ecuador 34 Luxor - Egypt 35 Rome 36 San Francisco 37 Barcelona 38 Dubai 39 Singapore 40 La Digue - Seychelles 41 Sri Lanka 42 Bangkok 43 Barbados 44 Iceland 45 Terracotta Army - China 46 Zermatt ...
Helgafléttan Helgin var nú heldur betur viðburðarrík. Á laugardaginn þá átti pabbi afmæli þannig að við fórum til hans í morgunkaffi/hádegisverð eða svona Brunch eins og Bandaríkjamenn kalla það. Siggi var svo að vinna þannig að ég ákvað nú samt að gera eitthvað annað en að vera heima allan daginn. Fyrst fór ég til ömmu á Sunnubrautina og spjallaði aðeins við hana. Næst dreif ég mig í Bónus og keypti inn fyrir helgina. Því næst fór ég og tók nokkrar myndir í góða veðrinu á Örfisey og svo við vitann út á Seltjarnarnesi. Að því loknu fór ég í heimsókn til Sigurborgar og hitti hana og Söru og síðan komu foreldar hennar Sigurborgar, Ester og Óli. Við Sigurborg ætluðum að drífa okkur í smá göngutúr á meðan Ester passaði Söru, við komust ekki langt því þegar við vorum að labba niður stigaganginn á Reynimelnum þá hringdi Siggi og ég drefi mig í að sækja hann. Eftir kvöldmat fórum við svo í Grænahjallann og ætluðum að hitta tengdó nýkomun frá útlöndum en í staðinn hittum þar fyrir Möggu syst...
Pizzadagur Ég skrapp í Kringluna í gær með mömmu og röltum þar um. Svo endaði það með því að ég keypti barasta eina jólagjöf handa Sigurborgu! Kannski aðeins of snemma farin að hugsa um þetta en jæja, það er að koma desember og þá fer maður að fara í jólaskap. En kaupmennirnir byrja alltof snemma á að skreyta og reyna að fá mann til þess að eyða peningum. Þegar við vorum búnar að skoða í Kringlunni þá drifum við okkur heim og pöntuðum pizzu. Ég náði í Sigga í vinnuna og Ingólfur kom líka en Inga var með eitthvað boð handa vinkonum sínum þannig að við fjölskyldan borðuðum pizzu saman og sögðum brandara sem enginn skilur nema við, svona einkahúmor. Eftir pizzuátið þá fór Siggi bara heim en ég hjálpaði Ingólfi að færa öll skjölin hans sem eftir voru á gömlu tölvunni yfir á nýju fartölvuna hans og hann keyrði mig svo heim. Svo fer pabbi bara að verða fimmtugur, ekki nema tveir dagar í það að hann komist á efri ár eins og hann segir það. Já þá fara foreldrar mínir að verða gamli...
Mánudagur til mæðu Jæja þá er helgin búin og aftur kominn mánudagur. Ekki gerðist mikið í gær og enn minna er nú búið að gerast í dag. Ég skrapp reyndar aðeins til mömmu og pabba í gær og sótti einhverja gamla kjóla sem ég átti þar í kassa, Siggi var heima að læra. En núna þegar Ingólfur bróðir er loksins fluttur út þá eru gömlu hjónin á fullu að laga til og eru búin að rústa gamla herberginu hans Ingólfs, láta plötur á veggina, mála og ætla meira að segaj að fá nýjan skáp þar inni. Við Siggi tókum okkur svo DVD-mynd á leigu um í gærkvöldi og horfðum á nýjustu myndina með X-Men sem var ágætis afþreying.
Taka tvö Ég ætla greinilega ekki að taka þetta með trompi enda nóg annað að gera. Núna ætla ég að reyna að byrja aftur eða bara byrja á að blögga. Nágrannarnir voru með partý í nótt þannig að maður fékk ekki fullan svefn. Það er nú heldur betur leiðinlegt að vera með svona ruglaða nágranna. Gætu nú verið verri en gætu líka verið betri. Ég vaknaði kl. 04.00 í nótt og sofnaði ekki aftur fyrr en rúmlega klukkutíma seinna með eyrnatappa og koddan yfir hausnum. Þá dreymdi mig að ég hefði ráðist inn í íbúðina fyrir ofan og tekið öll kasettutækin úr sambandi og lamið nágrannan í klessu. Talandi um mikilmennskubrjálæði. Siggi þurfti svo að fara að vinna í dag þannig að ég keyrði hann í vinnuna og fór svo og sótti Rakel og við drifum okkur í leikfimi á laugardagsmorgni kl. 10.00. Við fórum í SALSA tíma í Baðhúsinu sem var mjög skemmtilegt og manni líður sko vel á eftir. Öll helgin framundan og maður búinn að fara í leikfimi. Ég fór svo bara heim og dreif mig í Bónus og svo fór ég í...