Pantaði á netinu ljósmyndabók hjá mypublisher og fékk hana loksins í hendurnar í vikunni. Mig hefur lengi langað til að panta svona bók. Það er hægt að panta svona bók hér heima en þá er hún miklu dýrari og hugbúnaður sem fylgir því frekar stirður. Ég prófaði fyrst hjá öðru fyrirtæki í Bandaríkjunum en það kom í ljós að þeir tóku ekki íslenska stafi þannig að ég bara beið eftir betra tækifæri. Ég hélt að það hefði komið þegar ég kynntist mypublisher og gerði umrædda ljósmyndabók í júní. Þegar ég ætlaði að senda hana tók hugbúnaðurinn ekki við henni og þrátt fyrir að fá leiðbeiningar frá þjónustuborði gekk það ekki þannig ég beið róleg áfram. Í september tók ég þó eftir að það var búið a uppfæra hugbúnaðinn og viti menn ég gat loksins pantað ljósmyndabókina sem ég hafði búið til í sumar og látið senda hana af stað.
Fyrir smá klaufaskap skráði ég inn vitlaust götunúmer þannig að það gekk smá erfiðlega að koma bókinni til mín. Síðan kom í ljós að það var ekki Pósturinn sem bar þetta út heldur annað fyrirtæki sem kom alltaf til mín á vinnutíma og þá var ég auðvitað bara í vinnunni. Það endaði þó með því að minn elskulegi eiginmaður reddaði mér eins og oft áður og mælti sér mót við bílstjórann og fékk loksins bókina góðu. Ég var mjög ánægð með afraksturinn og aldrei að vita nema maður panti fleiri bækur.
Fyrir smá klaufaskap skráði ég inn vitlaust götunúmer þannig að það gekk smá erfiðlega að koma bókinni til mín. Síðan kom í ljós að það var ekki Pósturinn sem bar þetta út heldur annað fyrirtæki sem kom alltaf til mín á vinnutíma og þá var ég auðvitað bara í vinnunni. Það endaði þó með því að minn elskulegi eiginmaður reddaði mér eins og oft áður og mælti sér mót við bílstjórann og fékk loksins bókina góðu. Ég var mjög ánægð með afraksturinn og aldrei að vita nema maður panti fleiri bækur.
Ummæli
Þarf maður að hafa kretitkort til að panta svona bók? Og ef ekki hvernig borgar maður fyrir herleg heitin? Er þetta dýrt?
Ég hef nefnilega mikinn hug á að prófa!