Undur og stórmerki gerðust í hólmanum í dag. Húsfrúin bakaði pönnukökur í morgun en það hef ég ekki gert í mörg ár ef ekki áratugi. Einkasonurinn bað móður sína um að baka pönnukökur, var reyndar með einhverjar hugmyndir um að kasta þeim upp í loft eins og Lína langsokkur en mér tókst að skjóta mér undan því. Pönnukökubaksturinn tókst ótrúlega vel þó ég segi sjálf frá. Reyndar voru þær alltof þykkar þannig að húsmæður sjöunda áratugarins hefðu skammast sín fyrir þær pönnukökur. Ég er hinsvegar húsmóðir á nýju árþúsundi og hrikalega stollt yfir því að takast að baka nokkrar pönnukökur þó svo að þær væru þykkar og já nokkrar voru í dekkri kantinum. Hins vegar gæti verið að ég þurfi að endurskoða ákvörðun mína því við erum ekki búinn að borða eina pönnuköku af þeim sem ég bakaði. Einkasonurinn smakkaði eina pönnuköku en kláraði hana ekki og ég hef nú reyndar aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af pönnukökum þannig að ég er ekki búinn að fá mér neina. Sjáum til hvað gerist þegar húsbóndinn kemur heim.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli