Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2009

Bílar og sumar

Sumardagurinn fyrsti kominn og farinn. Því miður varð lítið úr sumardeginum fyrsta sem ég eyddi reyndar að mestu inni sökum magakveisu. Hún fór sem betur fer fljótlega aftur þannig að ég gat tekið gleði mína á ný. Gleðilegt sumar.  Lítið hefur gerst síðustu daga og er ein helsta ástæða þess að bílinn okkar gamli og góði, rauða eldingin tók uppá því að bila eina ferðina enn. Hann er nú kominn til ára sinna, tja reyndar aðeins 11 ára gamall en búið að keyra hann 210.000 km þannig að hann er nú búinn að þjóna sínu. Hann er sem sagt búinn að vera bilaður síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og við fengum hann loksins í dag eftir að hafa dregið hann á verkstæði fyrir helgi. Ótrúlegt hvað maður er háður bílnum og ég var nú feginn að sjá gamla vin minn aftur. Hins vegar prófaði maður ýmislegt nýtt þegar bílinn var á verkstæði eins og að taka strætó heim úr vinnunni. Ég verð að segja að ég sá að maður verður að vera duglegri að skilja bílinn eftir heima og labba, hjóla eða taka strætó. Það ætl...

Til hammó með ammó

Litli bróðir minn á afmæli í dag, hann er hvorki meira né minna en 31 árs. Þá fer ég alltaf að spá í hvað ég sé gömul því hann segir að ég þurfi alltaf að bæta fimm árum við aldurinn hans og ég sem er bara 29 ára. Eitthvað að klikka á stærðfræðinni hérna.  En til hammó með ammó litli bróðir. 

Gullmoli

Þegar ég var að fara í vinnuna í morgun knúsaði einkasonurinn mig og sagði "Mamma þú ert gullmoli".  Ekki leiðinilegt að byrja daginn svona.

Páskafríið búið

Alvara lífsins tekur aftur við, vinna á morgun.  Hvað gerði ég svo í páskafríinu? Á skírdag löguðum við til í íbúðinni, held að það hafi ekki verið þrifði svona vel síðan á jólunum og fengum síðan gesti í mat.  Föstudagurinn langi var langur. Við fórum í sund snemma um morguninn og svo seinni partinn fórum við í bíltúr.  Laugardagurinn var reyndar lengri en föstudagurinn langi þar sem ég vakti í 20 tíma. Hann byrjaði með því að ég vaknaði um kl. 5 og gat ekki sofnað aftur þannig að ég fór bara á fætur. Bakaði snúða, byrjaði að prjóna "búkinn" á lopapeysuna sem ég er að gera fyrir eiginmanninn og svo drifum við okkur í fjöruferð sem endaði snögglega sökum kulda og í staðinn drifum við okkur í heimsókn. Um kvöldið hitti ég svo tvær vinkonur mínar.  Páskasunnudagurinn byrjaði á því að við opnuðum öll páskaeggin okkar og það voru meira að segja tveir málshættir inni í páskaeggi einkasonarins, svo fórum við í tvö matarboð og Kristófer Óli æfði sig að hjóla.  Í dag var Kristófer Ól...

Vaknað snemma

Ég vaknaði rétt fyrir kl. 5 í morgun, held að það hafi aldrei gerst áður. Eftir að hafa bylt mér í tæplega klukkutíma fór ég á fætur eða a.m.k. fram og settist fyrir framan sjónvarpið. Held að þetta hafi eitthvað með það að gera að ég sofnaði fyrir kl. 22 í gær. Þó að það hafi verið ágætist hugmynd á þeim tíma sé ég núna að það hefði kannski verið betra að vaka aðeins lengur. Halló, það er páskafrí!!! Jæja, klukkan er ekki orðin átta og ég er búinn að setja upp deig fyrir kanilsnúða, þar sem ég var búinn að lofa einkasyninum að baka þá í dag. Þeir verða sem sagt tilbúnir fyrir kl. 10.

Haha...

Pabbinn: Kristófer Óli ætlar þú ekki að taka til í herberginu þínu? Kristófer Óli: Ha? Afhverju? Er einhver að koma í heimsókn? 

Jeiiiii Páskafrí

Loksins komið páskafrí og ég ætla að hafa það næs og gera alveg fullt... Sjáum til hvað gerist. Þar sem við erum komin í páskafrí er kósíkvöld í kvöld. Feðgarnir eru að borða súkkulaðipúsl sem þeir bjuggu til en keyptu mótið í IKEA. Þeir eru einnig að horfa á Kaptein Krók sem við horfðum á fyrir nokkrum dögum síðan, sé fram á að það verði horft á hana aftur og aftur og svo aftur á þessu heimili. Er kannski einhver með tillögu um aðrar myndir handa einum fjögurra og hálfs árs gaur? 

Skrítinn dagur

Þetta var skrítinn dagur. Vaknaði í morgun með gífurlegan hausverk en dreif mig þó á fætur.  Fór í morgun í Smáralindina og svo í klippingu. En hausverkurinn bara magnaðist þannig að ég lagði mig þegar ég kom heim og svaf alveg fram að kvöldmat. Sem betur fer líður mér betur núna. Ég sem ætlaði að njóta þess að það væri vor í lofti og gera eitthvað skemmtilegt úti, eins og göngutúr eða fjöruferð. Það bíður betri tíma enda er ég nokkuð viss um að vorið sé handan við hornið.  Einkasonurinn er núna að byrja að horfa á venjulegar bíómyndir og því gaman að geta horft saman á góðar krakkamyndir og átt ánægjulega kvöldstund. Í kvöld því var kósíkvöld þar sem ég og einkasonurinn horfðum á spennandi bíómynd. Að þessu sinni varð fyrir valinu Kapteinn krókur og að sjálfsögðu skemmtum við okkur vel bæði tvö á meðan heimilisfaðirinn sofnaði, en hann fékk auðvitað ekki að sofa í dag. 

I biografen

Það kostar 1200 kr í bíó í dag!  Þ.e.a.s. ef þú ferð á bíó með engu hléi, já kostar kr. 100 aukalega að sleppa við hléið. Bara svona ef það skildi hafa farið fram hjá ykkur. Ætla ekki einu sinni að ræða það hvað það kostar ef manni dettur í hug að fá sér einhverjar veitingar í bíóinu.  En nóg með nöldrið, það var gaman í bíó eins og er yfirleitt og ég sé sko ekki eftir því.