Sumardagurinn fyrsti kominn og farinn. Því miður varð lítið úr sumardeginum fyrsta sem ég eyddi reyndar að mestu inni sökum magakveisu. Hún fór sem betur fer fljótlega aftur þannig að ég gat tekið gleði mína á ný. Gleðilegt sumar. Lítið hefur gerst síðustu daga og er ein helsta ástæða þess að bílinn okkar gamli og góði, rauða eldingin tók uppá því að bila eina ferðina enn. Hann er nú kominn til ára sinna, tja reyndar aðeins 11 ára gamall en búið að keyra hann 210.000 km þannig að hann er nú búinn að þjóna sínu. Hann er sem sagt búinn að vera bilaður síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og við fengum hann loksins í dag eftir að hafa dregið hann á verkstæði fyrir helgi. Ótrúlegt hvað maður er háður bílnum og ég var nú feginn að sjá gamla vin minn aftur. Hins vegar prófaði maður ýmislegt nýtt þegar bílinn var á verkstæði eins og að taka strætó heim úr vinnunni. Ég verð að segja að ég sá að maður verður að vera duglegri að skilja bílinn eftir heima og labba, hjóla eða taka strætó. Það ætl...
Sögur úr úthverfinu