Þegar eiginmaðurinn fór með einkasoninn á leikskólann í morgun kom besta vinkona einkasonarins til þeirra og segir, "ert þú pabbi Siggi"? Eiginmaðurinn greinilega þekktur í leikskólanum. Kristófer Óli hefur nefnilega tekið uppá því að kalla okkur "pabba Sigga" og "mömmu Lilju" þannig að það hljómar stundum eins og hann eigi marga pabba og margar mömmur. Ef hann þarf viriklega að fá athygli hjá mér þá segir hann stundum "Lilja mín", "Lilja mín", spurning hvort það virkar vel. En ef hann á bágt þá kallar hann nú bara á mömmu og pabba.
Sögur úr úthverfinu