Jæja, þá er öskudagurinn liðinn. Allir krakkar búinir að mála sig í framan eða fara í einhvern skrípabúning og með fullan poka af nammi og æst af sykursjokki. Já svona var þetta ekki í mínu ungdæmi. Þá fór maður bara með öskupoka niður í bæ sem maður var búinn að vera að sauma heima hjá sér og ég lét nú ekki ösku í pokann, heldur einhverja miða og svo var mest spennandi að hengja þetta á einhverjar fínar frúr eða frakkaklædda karla.
Ætli það sé ekki best að fara að sofa, komið lannnnngt yfir háttatímann minn, ó mæ god hvað það verður erfitt að vakna á morgun.
Hvað er þetta eiginlega með blogger og íslenska stafi þæö!!!
Sögur úr úthverfinu