Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2004

Öskudagur

Jæja, þá er öskudagurinn liðinn. Allir krakkar búinir að mála sig í framan eða fara í einhvern skrípabúning og með fullan poka af nammi og æst af sykursjokki. Já svona var þetta ekki í mínu ungdæmi. Þá fór maður bara með öskupoka niður í bæ sem maður var búinn að vera að sauma heima hjá sér og ég lét nú ekki ösku í pokann, heldur einhverja miða og svo var mest spennandi að hengja þetta á einhverjar fínar frúr eða frakkaklædda karla. Ætli það sé ekki best að fara að sofa, komið lannnnngt yfir háttatímann minn, ó mæ god hvað það verður erfitt að vakna á morgun. Hvað er þetta eiginlega með blogger og íslenska stafi þæö!!!

Bolla Bolla

Jaeja eg er greinilega latasti bloggari ever. En nog um thad... Í dag er víst bolludagur á Íslandi og allir að belgja sig út af bollum og rjóma. Ég er greinilega ekki nógu mikil bollukerling þó ég sé þekkt fyrir ða vera sælkeri mikill. Ég var svo dugleg að baka gerbollur (mér finnst þær miklu betri en vatnsdeigsbollurnar) Í gær og lét meira að segja súkkulaði á þær Í gær buðu mamma og pabbi okkur í mat ásamt Ingólfi bróður og Ingu kærustunni hans og ég kom með bollur með mér handa þeim. Ég var hinsvegar svo södd eftir matinn að ég gat ekki borðað bolluna mína. Endaði með því aða ég þurfti að taka hana með mér heim og tókst að borða hana um kvöldið við illan leik. Í dag var boðið uppá bollur í vinnuni og ég fékk mér eina og það er sko eina bollan sem ég er búin að borða í dag á sjálfan bolludaginn. Á morgun er hinsvegar Sprengidagur og þá ætla ég sko að borða saltkjöt og baunir, túkall!!!

Aftur föstudagur

Vikurnar líða svo hratt að það virðist alltaf annað hvort föstudagur eða mánudagur. Í dag er föstudagur. Siggi fór í Snóker með vinnufélögunum en ég sit heima og hef það gott á netinu og tók kerlingamynd á myndbandsleigunni. Nú er verið að sýna Psyco í sjónvarpinu en ég þori ekki fyrir mitt litla líf og mitt litla hjarta að horfa á hana ein. Tók hana upp fyrir Sigga, sjáum til hvort að ég þori að horfa á hana einhverntíma með honum.

Læst inni

Ég fór í gönguferð í gær með Sigurborgu frænku, það var virkilega gaman í góða og hlýja veðrinu sem er loksins komið, maður fer að halda að það gæti komið vor bráðum. Jæja, ætli það eigi ekki eftir að koma einhver snjór og frost áður en það gerist. Við löbbuðum um hverfið, niður í bæ, upp tröppurnar við MR, um Þingholtin og svo til baka aftur. Þegar að við vorum búnar að því sáum við nú að við þyrftum nú að bæta þessu öllu á okkur aftur, þannig að við fórum bara á McDonalds og fengum okkur kjúklingaborgara. En þá er komið að sögu mánaðarins. Hvað ætli Lilju hafi tekist að gera í dag. Já, mér tókst að læsa mig inní þvottahúsi. Siggi var ekki heima og ég var ekki með síman minn (já þetta var eitt af þessu fáu stundum sem maður nauðsynlega þarf á síma að halda). Þannig er mál með vexti að það vantar hurðahún að innan en ég hef oft lokað þvottahúsinu og samt komist út. Nú var bara ekki nokkur leið að komast út, ó nei. Ég hjakkaði á hurðinni, barði hitaveiturör og loftið (þannig að ...

Nýjir og gamlir tímar

Ég fór í nýja Náttúrufræðahúsið í dag. Greinilega ekki alveg tilbúð ennþá. Það á eftir að taka marga áratugi að klára það. Hver er svo ábyrgur fyrir því? Allavega ekki stjórnmálamennirnir þar sem þeir eru ekki ábyrgir fyrir neinu hérna á Íslandi. Ef svo illa vildi til að þeir neyddust til að segja af sér, tja þá koma þeir bara inná þing í aftur í næsu kosningum. Vá ég er farin að tala um stjórnmál þessari síðu, þá er það nú orðið svart. En aftur um Náttúrufræðahúsið. Já, þetta var voða flott og bjart húsnæði, nú er sko ekkert meira að hýrast í dimmum holum og læra heldur á maður víst að njóta útsýnisins og birtunnar og fá innblástur af því. Allt hvítt og voða flott. Mér leist nú bara ágætlega á þetta húsnæði en það er náttúrulega ekki nærri eins kósí og gamla jarðfræðahúsið, ó nei.

Kvebbi Lebbi

Já, ég er víst ennþá með kvef og síg uppí nös. Ég fór þó í vinnuna í dag og gekk það nú ágætlega þó að maður sé nú alltaf háflmáttlaus eftir svona veikindi. Enda er ég nokkuð þreytt núna. Hudleiðinlegt þetta kvef eða eins og Siggi segir. Kefið, það kemur bara allt í einu og svo ætlar það aldrei að fara aftur. Annars held ég að þessi vetur verði minnst sem Veikindaveturinn mikli, því ég held að ég hafi aldrei verið svona mikið frá vinnu áður. Mestalagi einu sinni á vetri. Enda varð maður jú þrítugur á árinu, já árin eru heldur betur farin að segja til sín. hehehhe. Í hádeginu fórum við, heilbrigðistölfræðisvið, (fimm kerlingar) á Kaffibrennsluna og fengum okkur hádegisverð. Það var mjög fínt. Ágætt að komast aðeins út úr húsi. Ég er nefnilega aldrei á bíl þannig að ég tek mitt hádegi yfirleitt á kaffistofunni og kemst ekkert lengra en í Hagkaup. Þannig að þetta var ágætistilbreyting fyrir mig.

Annar í veikindum

Var einnig bara heima í dag en er vonandi að skána eitthvað. Var inni og hundleiddist þannig að það er eiginlega bara minna að segja núna en í gær. Ætlaði að reyn að gera eitthvað að viti, en það varð nú lítið úr því. Siggi fór aðeins í vinnuna til pabba og hjálpaði honum ásamt Ingólfi bróður að flytja skrifstofuna hans úr einu herbergi í annað.

Veik

Já, ég er bara veik í dag og er búin að vera heima og láta mér leiðast. Þannig að það er nú ekki mikið að frétta. Er með kvef, hálsbólgu og hita - ojjjjj. Núna er víst komin helgi og ætli hún verði ekki bara að stórum hluta í rúmminu að ná þessu úr mér. Ég var loksins að láta inn nýjar myndir á heimasíðuna okkar en við áttum eftir að láta inn nokkra daga í janúar.

Áramótaheiti

Nína Brá og kærastinn hennar Sibbi komu í heimsókn í gærkvöldi. Það var mjög fínt og gaman að fá þau í heimsókn. Þá kemur í ljós hvað maður er alltaf latur á virkum kvöldum, nennir aldrei að fara í heimsón heldur situr bara fyrir framan imbann eða hinn imbann (sjóvarp eða tölva). Reyndar var nóg að gera, mamma hringdi og Jana frænka hringdi á meðan gestirnir voru í heimsókn. Svo koma dagar og kvöld þar sem ekkert gerist. En við ætlum að reyna að vera duglegri að gera eitthvað á virkum kvöldum, fara í heimsókn, gera eitthvað í íbúðinni, fara í göngutúr, fara í leikfim, fara í bíó o.s.frv., það er eitt að áramótaheitunum.

Sunnudagur til sælu

Í dag vorum við voðalega dugleg og löguðum smá til hérna inni í íbúðinni há okkur en þar sem meira var þá þrifum við sameignilega þvottahúsið og þar er sko langt síðan það var gert síðast og þá voru það líka við. Eftir þrifnaðinn fórum við náttúrulega í bíltúr á nýja bílnum í góða veðrinu. Við kíktum á Vatnsendahverfið en nú er að rísa fullt af húsum og götum sem maður hefur aldrei séð áður. Síðan fórum við í bakaríið og keyptum bakkelsi og fórum til tengdó. Eftir að við vorum búin þar hringdi Ingólfur og bauð okkur í mat til hans og Ingu sem við og þáðum, maður segir aldrei nei við Lasagne. Fórum svo á rúntinn með þau í nýja bílnum og Ingólfur fékk meira að segja að keyra bílinn. Við fórum svo og keyrðum þau heim en kíktum svo aftur niður í bæ í bókabúiðina í Austurstræti að því loknu drifum við okkur heim. Þetta kalla ég sko sunnudag til sælu, allavega gerðum við meira en nóg.