Við fengum nú ekki Olsen bræður eða Eika Hauks til að spila hjá okkur á árshátíðinni nú á laugardaginn eins og ónefnt fyrirtæki hér í borg. Hinsvegar fengum við diskótekið Dollý og já, það var einu sinni spilað nýja Eurovisionlagið með Eiríki Haukssyni. Annars var árshátíðin í alla staði mjög skemmtileg. Hver deild hjá okkur var með skemmtiatriði og auðvitað var okkar skemmtiatriði lang best en hin voru líka mjög skemmtileg. Við sömdum nýjan texta og sungum svo lagið "Islands in the stream" með Dolly Parton og Kenny Rogers en lagið er einnig þekkt undir nafninu kósíheit parexelans með Baggalút. Fordrykkur var á Álftanesinu hjá einni samstarfskonu minni og þar var gerður upp vinaleikurinn sem ég var í forsvari fyrir. Ég giskaði á tvo aðila og annar þeirra var vinur minn. Gekk reyndar frekar vel hjá sumum að giska á og skemmtilegar sögur komu út frá þessu. Síðan tókum við rútu alla leið upp í Grafarholt þar sem árshátíðin var haldin með dýrindis mat, áðurnefndum skemmtiatriðum. Semsagt brjálað stuð á árshátíð.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli