Það var nóg að gera hjá mér í dag. Gerði meira en ég hef gert í margar vikur, kannski af því að ég svaf svo vel í gær. Fór á Laugaveginn í hádeginu í dag eins og svo margir aðrir, m.a. nokkrir sem ég þekkti. Greinilega kominn vorhugur í marga enda yndislegt veður í dag. Fór með samstarfskonu minni og vorum við m.a. að leita að glimmerdóti sem er þemað fyrir árshátíðina sem er í vændum.
Eftir vinnu fór fjölskyldan á stóra bókamarkaðinni og keypti nokkrar bækur handa erfðaprinsinum og rakst þar á eina frænku mína. Kíktum aðeins á gosbrunninn og fjórðu hæðina í Perlunni í leiðinni.
Að lokum var farinn hópferð í Bónus þar sem ég rakst á feiri sem ég þekkti. Eitt skondið atvik úr Bónus. Íslenskur unglingur er að afgreiða okkur en vantar strikamerki á eina vöru. Snýr sér að næsta starfsmanni á kassa sem skilur ekki neitt enda útlenskur. Afgreiðsludaman okkar (íslenski unglingurinn) talar greinilega ekki mikla ensku og reynir að segja hlutinn á íslensku, endar með því að snúa sér að starfsmanninum hinu megin sem því miður var líka útlenskur og skildi ekki heldur íslensku. Svo nennir maður ekki að kvarta yfir mismun á verðmerkingu og strikamerkingu við kassann í Bónus, það skilur mann enginn. Ágætis aðferð hjá Baugi.
Eftir vinnu fór fjölskyldan á stóra bókamarkaðinni og keypti nokkrar bækur handa erfðaprinsinum og rakst þar á eina frænku mína. Kíktum aðeins á gosbrunninn og fjórðu hæðina í Perlunni í leiðinni.
Að lokum var farinn hópferð í Bónus þar sem ég rakst á feiri sem ég þekkti. Eitt skondið atvik úr Bónus. Íslenskur unglingur er að afgreiða okkur en vantar strikamerki á eina vöru. Snýr sér að næsta starfsmanni á kassa sem skilur ekki neitt enda útlenskur. Afgreiðsludaman okkar (íslenski unglingurinn) talar greinilega ekki mikla ensku og reynir að segja hlutinn á íslensku, endar með því að snúa sér að starfsmanninum hinu megin sem því miður var líka útlenskur og skildi ekki heldur íslensku. Svo nennir maður ekki að kvarta yfir mismun á verðmerkingu og strikamerkingu við kassann í Bónus, það skilur mann enginn. Ágætis aðferð hjá Baugi.
Ummæli