Ég fór á Sálarball í gærkvöldi sem ég hef örugglega ekki gert í 16 ár eða a.m.k. 10 ár. Það var svolítið fyndin upplifun. Þegar við gengum inn á skemmtistaðinn fannst mér eins og ég væri í Twilight Zone. Það hafði ekki mikið breyst, kannski ekki sami staður og síðast en sama andrúmsloft, sömu lög (allavega sum, en það var einmitt verið að spila Sódóma Reykjavík þegar við gengum inn) og einnig svipað fólk og fyrir 16 árum, bara 16 árum eldri og það er ég reyndar sem líka, sem betur fer. Eftir að ég var búinn að átta mig á aðstæðum skelltum við okkur á dansgólfið en ég fór á ballið með tveimur hressum stelpum og við skemmtum frábærlega og dönsuðum okkur upp að hnjám. Var ekki kominn heim fyrr en kl. 4 um nóttina sem verður að teljast afrek.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli