Föstudagar eru oft pizzadagar. Einu sinni pöntuðum við alltaf pizzu. Þegar við bjuggum úti í Danmörku þá voru bara til Tyrkjapizzur og þær eru nú ekki góðar. Þið sem hafið búið úti í Danmörku vitið alveg hvað ég er að tala um. Þar sem engar nánast almennilega pizzur voru að fá í bænum okkar í Danmörku þá lærðum við að búa til okkar eigin pizzu sem smakkaðist miklu betur en aðrar pizzur.Hins vegar þegar við fluttum heim aftur þá tókum við upp fyrri ósiði og byrjuðum að panta pizzur. Dominos varð fyrst fyrir valinu enda innan við tveggja mínútna gangur frá heimilinu þangað. Fljótlega urðum við leið á því og þá fórum við á Eldsmiðjuna sem klikkar ekki. Eftir að við gerðumst úthverfabúar þá var nokkuð lengra í Eldsmiðjuna og fórum við aftur að prófa okkur áfram við gerð heimabakaðrar pizzu. Í desember á þessu ári fékk Siggi svo pizzaofn í afmælisgjöf og höfum við notað hann síðan, að mestu leyti. Í kvöld fengum við okkur pizzu ala Siggi og ég verð að segja að hér í Hólmanum eru bestu pizzur bæjarins. Það sem gerir pizzurnar svona góðar eru auðvitað fyrst og fremst eiginmaðurinn sem er frábær pizzugerðarmaður, Egils pilsner í deiginu, lífrænt ræktaðir LaSelva tómatar með basil í pizzasósuna og ferskur Mozarella ostur ofan á. Prófið bara sjálf eða látið bjóða ykkur í pizzu hjá Sigga.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli