Eftir mikla umhugsun dreif ég mig í göngu hjá gönguklúbbnum í kvöld og sá svo sannarlega ekki eftir því. Við vorum einungis þrjár í þetta skiptið en gengum um fornar slóðir og kíktum m.a. á gömul hýbýli okkar í Vesturbænum, virkilega skemmtilega ganga. Tvær okkar urðum reyndar skíthræddar við einhvern mann sem var að elta okkur á meðan sú þriðja tók ekki eftir því. Enda erum við tvær fyrrverandi Vesturbæingar en núvernadi úthverfamýs, já ekki lengur einhverjar miðbæjarrottur. Við mættum sem sagt frekar skuggalegum manni sem um leið og hann var búinn að mæta okkur snéri við og fór að "elta" okkur. Við urðum frekar ráðvilltar en tókst með kænsku okkar að "stinga hann af" með því að hlaupa yfir götuna og breyta um stefnu. Það er svo stóra spurninginn hvort að viðkomandi var að elta okkur eða bara svona ruglaður að hafa beygt inn í vitlausa götu.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli
B