Við einkasonurinn fórum í Heiðmörk í dag með nokkrum vinnufélögum að lundi fyrirtækisins og plöntuðum nokkrum plöntum; lerki, birki og furu. Ég var þó mest í því að hlaupa á eftir einkasyninum. Það var mjög gaman og við vorum þarna í um tvo tíma, að planta trjám, labba uppá hóla og týna bláber upp í okkur. Starfsmannafélagið kom meira að segja með borð og stóla og glæsilegar veitingar. Að lokum fékk einkasonurinn nóg og akraði af stað að bílastæðinu og ég rétt náði honum þegar hann var kominn að bílnum okkar. Eins gott að drífa sig og taka saman draslið þegar yfirvaldið á heimilinu segir að það sé kominn heimferðartími.
Hugurinn var þó hjá vinkonu minni sem fylgdi ömmu sinni til grafar í dag. Skrítið þegar maður á ekki lengur neina ömmu eða afa og foreldrar manns eru teknir við því hlutverki. Ég kynntist öfum mínum nú ekki mikið en sakna þess ennþá að geta ekki farið og heimsótt ömmur mínar og spurt þær um gátur lífsins.
Ummæli