Við erum að reyna að kenna tveggja ára barninu okkar að taka til í herberginu sínu og höfum því meðvitað ekki lagað til þegar hann er sofnaður. Frekar fáum við hann til að hjálpa okkur við það.
Það hefur kannski ekki alveg komist til skila ennþá hvernig það er gert eða hvað er álitið drasl og hvað ekki. Draslþröskuldurinn hans er greinilega aðeins hærri en okkar. Nú er herbergið hans alveg á hvolfi og amma hans kom í heimsókn í kvöld og þá átti eftirfarandi samtal sér stað:
Það hefur kannski ekki alveg komist til skila ennþá hvernig það er gert eða hvað er álitið drasl og hvað ekki. Draslþröskuldurinn hans er greinilega aðeins hærri en okkar. Nú er herbergið hans alveg á hvolfi og amma hans kom í heimsókn í kvöld og þá átti eftirfarandi samtal sér stað:
Amma: "Er drasl í herberginu þínu?"Er hægt að svara þessu?
Kristófer Óli: "Nei, bara dót og bílar. "
Ummæli