Eftir að við fengum okkur pizzaofn komumst við að raun um að pizzurnar frá Dominos eru ekkert svo sérstakar og vorum búinn að lofa okkur því að vera ekkert að kaupa þetta drasl frá Dominos lengur heldur bara búa til okkar eigin pizzu og hefur það gengið eftir hjá okkur þangað til í dag. Við létum freystast af auglýsingum og keyptum okkur Dominos pizzu á megaviku á leiðinni heim úr sundi í kvöld. Ekki nóg með það heldur var líka keypt Dominos pizza í vinnunni í hádeginu þannig að ég held bara að ég sé að breytast í eina slíka. Ég verð nú samt að segja að pizzurnar sem eiginmaðurinn gerir í pizzaofninum eru miklu betri en þetta er nú voða þægilegt og ódýrt svona einstaka sinnum. Einkasonurinn borðaði heilar tvær sneiðar og var nú heldur betur ánægður með Dominos.
Svar við spurningu gærdagsins er að sjálfsögðu fjarstýring eins og litli bróðir giskaði réttilega á. Fjölskyldan getur hreinlega ekki verið án þess og fyrir öll herlegheitin borguðum við 5000 kr. sem mér fannst nú heldur mikið en kannski ekki miðað við notkun.
Svar við spurningu gærdagsins er að sjálfsögðu fjarstýring eins og litli bróðir giskaði réttilega á. Fjölskyldan getur hreinlega ekki verið án þess og fyrir öll herlegheitin borguðum við 5000 kr. sem mér fannst nú heldur mikið en kannski ekki miðað við notkun.
Ummæli