Spurning dagsins í dag er: Af hverju fá börn alltaf ælupestir að nóttu til? Þetta var spurningin sem ég spurði mig í nótt kl. 3.30 þegar einkasonurinn sem var kominn uppí til okkar ældi uppi í rúmminu. Sem betur fer fór það bara í lakið og á tvo kodda en sængurnar sluppu í þetta skiptið. Við vorum svo vakandi í nótt og horfðum á Dýrin í Hálsaskógi. Honum tókst að æla einu sinni í viðbót innan við klukkutíma síðar og svo sofnaði hann og vaknaði eiturhress. Ég krossa alla fingur og tær og vonast til þess að þar með sé ælupestin búinn því þetta er eitt það erfiðasta sem ég geri, þ.e. að hugsa um barn með ælupest og fá ælupest enda var ég viss um að ég þyrfti að æla í nótt en með dyggir hjálp frá eiginmanninum tókst mér að halda öllu niðri og vonast til að þar með sé málinu lokið. Ætli það komi ekki í ljós fljótlega...
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli