Aðventan er tími tónleikahalda og framboð á tónleikum hefur sjaldan verið meira. Auglýsingar um hina og þessa tónleika tröllríða nú þjóðfélaginu og enginn er maður með mönnum nema þeir fari á tónleika á aðventunni. Ég verð að sjálfsögðu að standa undir nafni og er þegar búinn að fara á eina tónleika í gær í Neskirkju og er á leiðinni á aðra tónleika í nótt. Tónleikarnir í gær voru með kirkjukór Neskirkju sem ein samstarfskona mín syngur með. Tónleikarnir í kvöld eru afmælistónleikar Mozarts sem verða kl. 00.30. Ég er nú svolítið smeik þar sem ég er gömul húsmóðir og vön því að fara í háttin fyrir miðnætti. Ætlunin er að leggja sig núna eftir nokkrar mínútur með einkasyninum og vakana um kl. 23.00 í kvöld. Verst hvað ég verð alltaf ómöguleg þegar ég sofna svona. Vil þá helst bara sofa alla nóttina. Er ekki þeim hæfileika gædd að geta tekið mér kríu og vera endurnærð á eftir. Sjáum hvernig gengur en ég er voða spennt fyrir nóttina.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli