Einkasonurinn sem er tveggja ára sagði við mig í dag "mamma dú kyssa ólaein" en hann var búinn að syngja hin og þessi jólalög í morgun og eitt af því var "Ég sá mömmu kyssa jólasvein". Svo var hann reyndar kominn á það að hann ætlað líka að kyssa jólasvein.
Horfði í gærkvöldi á sjónvarpsþáttinn Ísland í dag og sá þá að það var verið að ræða um jólalögin og hvað þau gæti verið misvísandi, kanna sem stendur á stól og gildur stafur í staðinn fyrir gylltan staf. Þetta var einmitt umræðuefni á kaffistofunni fyrir nokkrum dögum. Áhugaverð umræða en niðurstaðan var sú sama og í sjónvarpinu í gær að best væri að halda sig við það sem maður lærði í æsku og jú ef ég spáði ekki eitthvað í það af hverju mamma væri eiginlega að kyssa jólasveininn. Ekkert skrítið að börnin ruglist eitthvað.
Horfði í gærkvöldi á sjónvarpsþáttinn Ísland í dag og sá þá að það var verið að ræða um jólalögin og hvað þau gæti verið misvísandi, kanna sem stendur á stól og gildur stafur í staðinn fyrir gylltan staf. Þetta var einmitt umræðuefni á kaffistofunni fyrir nokkrum dögum. Áhugaverð umræða en niðurstaðan var sú sama og í sjónvarpinu í gær að best væri að halda sig við það sem maður lærði í æsku og jú ef ég spáði ekki eitthvað í það af hverju mamma væri eiginlega að kyssa jólasveininn. Ekkert skrítið að börnin ruglist eitthvað.
Ummæli