Það fór nú ekki svo að við hérna á höfuðborgarsvæðinu fengum engann snjó þetta árið. Það má nú nánast segja að þetta sé fyrsti snjórinn á árinu og febrúar að verða búinn. Það bara kingir niður snjó og bílarnir hérna fyrir utan eiga í mesta basli, þessir afturhjóladrifnu komast ekki einu sinni upp brekkuna, a.m.k. er einn BMW búinn að hringsóla hérna í um hálftíma.
Annars er einkasonurinn á fótboltaæfingu með tveimur vinum sínum. Móðir annars þeirra kom og keyrði þá. Litla stráknum mínum finnst nú svolítið erfitt að fara á foreldranna en ætli það sé ekki kominn tími til að klippa á naflastrenginn, þar sem annað barn er á leiðinni og minn maður að fara að byrja í skóla næsta haust. Já, allt líður þetta. Ég minntist nú á við eiginmanninn að loksins þegar maður getur farið að sleppa hendinni af einkasyninum og orðinn aðeins frjálsari þá kemur bara annað barn. Um að gera að halda sér við efnið.
Ummæli