Mars að verða búinn og það eru að koma páskar. Þetta líður bara alltof hratt. 18. mars var haldið uppá 250 ára afmæli í vinnunni minni. Byrjaði á Bessastöðum, fórum síðan upp í Nesstofu, á Hótel Sögu og endaði með málþingi í hátíðarsal HÍ. Skemmtilegur dagur og svo er bara spurning hvort að þetta verði síðasta árið enda á að sameina á næsta ári. Ég er búinn að vera í meðgögnusundi á Hrafnistu síðustu tvo mánuði og er nokkuð ánægð með það. Finn a.m.k mun á mér þegar ég kemst ekki.
Sögur úr úthverfinu