Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2009

Jibbí

Svona smá til að toppa blöggið þennan mánuðinn þá eru hérna tvær færslur. Er bara svo ánægð með að vera búinn að skila skattframtalinu. Jibbí! Fékk auðvitað frest þar sem maður virðist alltaf vakna upp við vondan draum daginn sem á að skila skattframtalinu. Ha? Er komið að því eina ferðina enn? Jæja, best að fá frest og svo dregur maður það alveg þangað til að fresturinn er næstum runninn út. Minnispunktur fyrir næsta ár: Klára skattframtalið í byrjun mars! Reyndar sýnist mér við fá lítið sem ekkert í vaxtabætur. Ég skulda ekki nóg en á þó lítið sem ekkert í íbúðinni minni (verðbætur síðasta árs búnar að hirða allt). Best að fara og kaupa sér dýrari íbúð, fáum við hvort sem er ekki niðurfellingu skulda?

Marsmánuður og Facebook

Best að segja eitthvað smávegis svo að ég bloggi a.m.k. ekki sjaldnar en í febrúar. Mars er búinn að vera fínn, gerði miklu meira í mars en í febrúar en hef ekki fundið hjá mér þörfina fyrir því að tjá mig um það hérna, hef reyndar gert það á facebook  í staðinn. Hef nú heyrt því fleygt, oftar en einu sinni að facebook eigi eftir að gera útaf við bloggið. En svona til að lífga uppá þessa síðu þá gerði ég eftirfarandi á facebook í mars (nýjasta efst) gerðist samyrkjubóndi í Hafnarfirði sá sjóræningjaskip var Skrámur fór í sund þrisvar í viku og fór reglulega... fór með einkasoninn í dansskóla. Þar var dansað samba, polka og hókí pókí  horfði á Klovn ætlaði sko ekki að setja myndir af árshátíðinni inn á facebook "Þú ert bara sjálf sem þú segir" (Skilaboð frá Kristófer Óla) sló í gegn með skemmtiatriðið á árshátíðinni var á leiðinni á árshátíð prjónaði og prjónaði geispaði var í sundi en synti ekki mikið was COLD brrrrr brrrrrrrrr Eins og ég sagði. Nóg að gerast á facebook og lí...

Skartgripagerð

Ég fór á námskeið í skartgripagerð í gær með vinkonu minni og skemmti mér konunglega. Mér tókst meira að segja að gera hálsmen sem ég ætla kannski með á árshátíðina eftir númlega viku. Það veltur þó á því hvort að hálsmenið verið tilbúið eða ekki þar sem mér tókst ekki alveg að klára það enda miklar pælingar um hálsmenið. Einnig var okkur kennt að búa til eynalokka og mér tókst að líka, ótrúlegt en satt. Verst að ég er ekki með göt í eyrunum. Hálsmenið sem ég bjó til er eitthvað í áttina að meðfylgjandi mynd, þó nokkuð einfaldara. [Myndin en fengin að láni frá heimasíðu Föndru] Næst á dagskrá er bara að hugsa um hvað ég ætla að búa til næst. 

Sunnudagur til sælu

Átti skemmtilegan dag í dag með vinkonum mínum. Við drifum okkur í sunnudagsbrunch á Vox, virkilega skemmtilegt. Mikið hlegið, mikið borðað og mikið slúðrað. Ákváðum að gera þetta reglulega a.m.k. næstu 30 árin. Seinni partinn þá fórum við fjölskyldan í bíltúr, m.a. í hverfi sem ég hef aldrei komið í áður, akrarnir í Garðabænum. Ég bauð svo strákunum mínum tveimur uppá kakó á Café Paris.  En það tekur á að hafa allan daginn planaðan, þannig nú er ég að spá í að klifra uppí rúm og klukkan bara tíu. Góða nótt.