Svona smá til að toppa blöggið þennan mánuðinn þá eru hérna tvær færslur. Er bara svo ánægð með að vera búinn að skila skattframtalinu. Jibbí! Fékk auðvitað frest þar sem maður virðist alltaf vakna upp við vondan draum daginn sem á að skila skattframtalinu. Ha? Er komið að því eina ferðina enn? Jæja, best að fá frest og svo dregur maður það alveg þangað til að fresturinn er næstum runninn út. Minnispunktur fyrir næsta ár: Klára skattframtalið í byrjun mars! Reyndar sýnist mér við fá lítið sem ekkert í vaxtabætur. Ég skulda ekki nóg en á þó lítið sem ekkert í íbúðinni minni (verðbætur síðasta árs búnar að hirða allt). Best að fara og kaupa sér dýrari íbúð, fáum við hvort sem er ekki niðurfellingu skulda?
Sögur úr úthverfinu