Fara í aðalinnihald

Færslur

Sjö árum seinna

Sjö árum seinna nánast uppá dag rakst ég á þetta blog. Það hefur mátt muna sinn fífil fegri en mér þykur nú alltaf notalegt að kíkja hingað. Ég á ennþá tvo stráka og sá eldri er orðinn unglingur eða að verða 14 ára í haust og sá yngri nýroðinn 8 ára og heldur að hann sé líka unglingur. Ég er loksins búin að skipta um vinnu. Hætti í fyrra starfinu eftir 13 ára farsælt starf er núna búin að vinna 2 ár á nýja staðnum og líkar vel. Við vorum að kaupa okkur íbúð og fluttum núna í maí en höfðum búið í 13 ár í hinni íbúðinni uppá dag. Fengum hana afhenta 20. maí 2005 og afhentum hana til nýrra eiganda 20. maí 2018. Við keyptum okkur reyndar líka nýjan, gamlan bíl núna eftir áramót. Hinn bílinn höfðum við átt síðan 2009. Við höfum þetta ekki flókið. Keyptum bílinn af frænku minni og keyptum íbúð í sama stigagangi, bara ská fyrir ofan. Já, ég hef ekki verið þekkt fyrir að taka áhættur. Spurning hvort að það líði 7 ár þangað til ég læt eitthvað inn hérna aftur, kemur í ljós.
Nýlegar færslur

Uppfærsla?

Hvernig væri að koma smá lífi aftur í þetta blögg? Datt það í hug eftir verstu veikindahelgi í manna minnum og það þurfti auðvitað að vera fyrsta helgi sumarsins með góðu veðri og það hvítasunnuhelgin. Jæja, það koma dagar eftir þennan dag og helgarnar eiga eftir að verða fleiri í sumar. En núna er best að fara að sofa. Aldrei að vita hvað gerist á morgun.

Marsmánuður

Mars að verða búinn og það eru að koma páskar. Þetta líður bara alltof hratt. 18. mars var haldið uppá 250 ára afmæli í vinnunni minni. Byrjaði á Bessastöðum, fórum síðan upp í Nesstofu, á Hótel Sögu og endaði með málþingi í hátíðarsal HÍ. Skemmtilegur dagur og svo er bara spurning hvort að þetta verði síðasta árið enda á að sameina á næsta ári. Ég er búinn að vera í meðgögnusundi á Hrafnistu síðustu tvo mánuði og er nokkuð ánægð með það. Finn a.m.k mun á mér þegar ég kemst ekki.

Tölvumál

Búið að vera brjálað að gera í vinnunni en það er nú líka bara skemmtilegt. Maður gerir þó ekki mikið á meðan en fara í vinnuna og heim aftur, a.m.k. í þessu ásigkomulagi. Komin 30 vikur núna um helgina og 10-12 vikur eftir og ég ekki byrjuð á neinu til að undir búa komu lille baby! Mig langar í nýja tölvu. Okkar tölva er að verða 5 ára gömul og gengur frekar hægt. Þarf að ýta 10x á R á lyklaborðinu til að fá hann fram og stafurinn er dottin af. Það er nú ekki svo sjaldan sem maður notar rrrrrr. Væri betra ef það væri Z. En ég var að spá í hvort að maður ætti að skipta yfir í Macintosh tölvu! http://epli.is/vorur/fartolvur/macbook/ eða bara halda áfram að skrifa sem minnst á tölvuna og láta sig hafa það að bíða og bíða á meðan maður er á netinu. En ég er að verða brjáluð á þessu rrrrrrrrrrrrrr veseni.

Fyrsti snjórinn

Það fór nú ekki svo að við hérna á höfuðborgarsvæðinu fengum engann snjó þetta árið. Það má nú nánast segja að þetta sé fyrsti snjórinn á árinu og febrúar að verða búinn. Það bara kingir niður snjó og bílarnir hérna fyrir utan eiga í mesta basli, þessir afturhjóladrifnu komast ekki einu sinni upp brekkuna, a.m.k. er einn BMW búinn að hringsóla hérna í um hálftíma. Annars er einkasonurinn á fótboltaæfingu með tveimur vinum sínum. Móðir annars þeirra kom og keyrði þá. Litla stráknum mínum finnst nú svolítið erfitt að fara á foreldranna en ætli það sé ekki kominn tími til að klippa á naflastrenginn, þar sem annað barn er á leiðinni og minn maður að fara að byrja í skóla næsta haust. Já, allt líður þetta. Ég minntist nú á við eiginmanninn að loksins þegar maður getur farið að sleppa hendinni af einkasyninum og orðinn aðeins frjálsari þá kemur bara annað barn. Um að gera að halda sér við efnið.

Kaflar af snjó

Aumingja borgarbarnið mitt sem hefur varla séð snjó síðustu ár var að segja mér að á Akureyri væri sko gaman að vera enda mikill snjór þar. "Á Akureyri er svo mikið af snjó að þar eru kaflar af snjó" Held að hann hafi átt við skafla af snjó!

Hungur og Konudagur

Einkasonurinn var frekar svangur í morgun eða eins og hann komst að orði: "Ég er eldsvangur og glorþyrstur" Annars er konudagur í dag og karlarnir mínir gáfu mér blóm í gær og í morgun fór stóri karlinn út í bakarí og keypti heilhveitiskonsur á meðan ég bjó til heitt súkkulaði með rjóma. Svona á lífið að vera.