Fór á áhugaverðan fyrirlestur sem foreldrafélög þriggja leikskóla héldu í kvöld um úlfatímann. Á morgun er líklega leiðinlegasti dagur ársins hjá mér, því annað kvöld ætlum við hjónin að klára skattframtalið sem sem við fengum frestað fyrir um viku síðan, en núna er fresturinn að renna út og því eins gott að klára dæmið. Á morgun er ég svo einnig að fara til tannlæknis! Gæti ekki verið meira spennandi dagur.
Minni alla á að það er fyrsti apríl á morgun og ég ætla sko að hringja í alla sem ég þekki og plata þá uppúr skónum. Kannski að dagurinn verði bara skemmtilegur?
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli
Bergrún Pollýanna (svei mér ef mér líkar ekki betur við Bergrún Arna)