Fara í aðalinnihald

Ég elska snjó

Ó, já þegar litið var út í morgun þá var nokkuð ljóst að það hafði snjóað mikið í nótt, já meira síðustu nætur og meira en hefur gert í áraraðir. Ég verð að segja enn og aftur að mér finnst nú skemmtilegra að hafa allan þennan snjó en rigningu og myrkur daginn út og daginn inn. Verst finnst mér þó að þurfa að keyra í þessari færð.

Við komumst nú auðveldlega upp brekkuna í morgun þar sem búið var að skafa, en festum okkur smá á planinu í leikskólanum. Ég segi það og skrifa að ef ég hefði verið undir stýri, ætli við værum ekki ennþá á planinu en sem betur fer keyrði eiginmaðurinn mig í vinnuna. Það tók 38 mínútur frá því að við vorum komin út af leikskólaplaninu, þar af 20 mínútur að komast út úr Kópavogi. Já maður lendir nú líka í smá ævintýrum sem rykfallin úthverfamamma á Íslandi.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sumarfrí á enda

Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...

Sund og grasekkja

Kíkti á nýju sundlaugina í Mosfellsbæ í dag með vinkonu minni og syni hennar og á örugglega eftir að fara þangað aftur. Fínasta aðstaða fyrir barnafólk og fullt af rennibrautum þó svo að einkasonurinn hafi aðeins þorað að fara í þá minnstu sem var í barnalauginn þá grunar mig að það sé ekki langt í það að hann prófi stærri rennibrautir. Annars er ég grasekkja þessa helgina þar sem eiginmaðurinn fór í golfferð sem er reyndar með styttra mót þetta árið. Frétti af honum þar sem hann var nýbúinn að spila 18 holur í grenjandi rigningu.

Laugarvatn

Við fórum á Laugarvatn um helgina í sumarbústað og það var gaman. Eiginmaðurinn fór 18 holur í golfi bæði laugardag og sunnudag og einkasonurinn stundaði heitapottinn grimmt, prófaði minigolf og lét dekra við sig. Frúin á heimilinu fór í sund á Laugarvatni, prófaði minigolf og prjónaði. Nú erum við komin heim í heiðardalinn og alvara lífsins tekur við á morgun. En, æ hvað það er nú gaman að fara aðeins út fyrir borgina og njóta þess sem sveitin hefur uppá að bjóða. Til minnis: Vá hvað himininn og sólarlagið er flott núna. Það er best að búa á Íslandi, kannski ekki í Kópavogi í augnablikinu en það lagast.