Ó, já þegar litið var út í morgun þá var nokkuð ljóst að það hafði snjóað mikið í nótt, já meira síðustu nætur og meira en hefur gert í áraraðir. Ég verð að segja enn og aftur að mér finnst nú skemmtilegra að hafa allan þennan snjó en rigningu og myrkur daginn út og daginn inn. Verst finnst mér þó að þurfa að keyra í þessari færð.
Við komumst nú auðveldlega upp brekkuna í morgun þar sem búið var að skafa, en festum okkur smá á planinu í leikskólanum. Ég segi það og skrifa að ef ég hefði verið undir stýri, ætli við værum ekki ennþá á planinu en sem betur fer keyrði eiginmaðurinn mig í vinnuna. Það tók 38 mínútur frá því að við vorum komin út af leikskólaplaninu, þar af 20 mínútur að komast út úr Kópavogi. Já maður lendir nú líka í smá ævintýrum sem rykfallin úthverfamamma á Íslandi.
Við komumst nú auðveldlega upp brekkuna í morgun þar sem búið var að skafa, en festum okkur smá á planinu í leikskólanum. Ég segi það og skrifa að ef ég hefði verið undir stýri, ætli við værum ekki ennþá á planinu en sem betur fer keyrði eiginmaðurinn mig í vinnuna. Það tók 38 mínútur frá því að við vorum komin út af leikskólaplaninu, þar af 20 mínútur að komast út úr Kópavogi. Já maður lendir nú líka í smá ævintýrum sem rykfallin úthverfamamma á Íslandi.
Ummæli