Litla fjölkyldan dreif sig í sund á sunnudagsmorgni og skemmti sér að sjálfsögðu mjög vel eins og alltaf. Fórum að þessu sinni í nýju laugina í Mosfellsbæ sem við mæðginin prófðuðum í fyrsta skipti í síðustu viku og líkaði svo vel þannig að við fórum nú aftur viku seinna. Húsbóndinn á heimilinu gerði sér lítið fyrir og hljóp héðan og upp í Mosó ásamt systur sinni, rúmlega 13 km. Við mæðginin hittum þau við sundlaugina og þegar var komið ofaní þá plataði Magga frænka Kristófer Óla með litla hjartað að fara í allar rennibrautirnar. Þegar hann var einu sinni búinn að prófa þá gat hann ekki hætt.
Seinna í dag nýttum við góða veðrið og fórum í göngutúr, að sjálfsögðu fékk guli bílinn að fara með og Kristófer Óli tók nokkra montrúnta á honum. En það er ekki frá því að um leið og rigningin fer og það verður heiðskýrt þá kólnar all verulega, já það er komið haust.
Seinna í dag nýttum við góða veðrið og fórum í göngutúr, að sjálfsögðu fékk guli bílinn að fara með og Kristófer Óli tók nokkra montrúnta á honum. En það er ekki frá því að um leið og rigningin fer og það verður heiðskýrt þá kólnar all verulega, já það er komið haust.
Ummæli
það er mitt uppáhald að fara í sund um helgar. Það er nú reyndar hér í Hveró að þegar ég ligg í pottinum þá sé ég ekki oní sundlaugina og þá meiga krakkar ekki vera þar nema ég horfi á þó þau séu á grinninu, þetta finst mér frekar fúlt því ég vil slappa af í pottinum meðan Rakel og vinkona hennar kafa á grinninu og og við Stefán buslum í heita vatninu.
Þannig er þetta bara hér. Svo ég verð að fara á Selfoss ef ég vil slappa af.
Kveðja Magga vinkona.