Í dag fórum við einkasonurinn í íþróttaskóla HK í fyrsta skipti. Einkasonurinn hefur nú ekki verið þekktur fyrir að prófa eitthvað nýtt enda með eindæmum lítið hjarta en við foreldrarnir höldum áfram að prófa. Hann varð nú heldur betur smeikur þegar við komum inn í búningsklefann og við sáum inn í leikfimissalinn þar sem var fullt af krökkum í tímanum á undan og nóg að gera. Minn maður rak bara upp öskur og vildi fara heim. Hann var alveg óhuggandi þangað til ein vinkona hans úr leikskólanum kom óvænt inn í búningsklefann þá sá hann að þetta var nú kannski ekki svona agalegt fyrst að hún væri nú kominn þangað líka. Þegar búið var að tala hann aðeins til fékkst hann til að fara inn í leikfimissalinn en hélt fast í hendina á mér. Hann þorði svo alltaf meira og meira og fyrst gat hann bara hlaupið ef ég hélt í hendina á honum en svo þorði hann að sleppa hendinni. Hann varð nokkuð spenntari þegar kom að þrautahringnum og að lokum hljóp hann óreglulega hringi út um gólfi og tók nokkur "leikskólaöskur" eins og ég kalla það og ég hlaupandi á eftir honum til að reyna að siða hann til. Honum fannst heldur betur gaman og ég hugsa að hann sé alveg til í að fara aftur í næstu viku.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli