Var að kíka yfir tónlistina mína og fann þar ýmislegt sem ég var bara búinn að gleyma. Mæli með plötunni Pieces of You með Jewel. Nokkuð fyndin saga á bakvið hvernig ég kynntist þessari plötu/geisladisk og þar með söngkonunni. Eiginmaðurinn, þá kærasti, heyrði eitthvað flott lag í útvarpinu og aldrei þessu vant hringdi hann og spurði hvaða lag og tónlistarmaður þetta væri sem þeir voru að spila. Hann fékk svarið að það væri Jewel en þegar hann var búinn að kaupa diskinn og hlusta á hann komst hann að því að svo var ekki. Á þessum tíma var ég í þannig vinnu að ég þurfit að vera mikið á ferðinni og var því oft á bílnum. Þessi diskur var einhvern veginn alltaf í tækinu og ég hlustaði því oft á hann og fékk algjört æði fyrir honum. Var að hlusta á þennan disk afutr í kvöld og mér finnst hann ennþá jafngóður.
Lagið sem eiginmaðurinn heyrði var hins vegar Never Ever með All Saints.
Lagið sem eiginmaðurinn heyrði var hins vegar Never Ever með All Saints.
Ummæli