Skellti mér í smá göngutúr í Öskjuhlíðina í kvöld með vinkonu minni. Það var virkilega gaman og vonandi byrjunin á löngu og góðu göngutúrasumri. Veðrið var yndislegt vorverður, maíkuldinn ennþá í lofti en milt og gott. Ekki skemmdi fyrir að það var nýbúið að rigna. Svo var mér boðið í tepartý á eftir. Takk fyrir mig. Bara boð á hverju kvöldi, það er annað hvort ekkert að gerast eða allt að gerast. Ekki mikið þar á milli.
Að lokum langar mig að benda á nýtt blögg sem leit dagsins ljós í dag. Vonandi verður eigandinn duglegur að blögga.
Að lokum langar mig að benda á nýtt blögg sem leit dagsins ljós í dag. Vonandi verður eigandinn duglegur að blögga.
Ummæli