Já, fleiri huga að valdatafli þessa dagana en sjálfstæðisflokkurinn og samfylkingin. Ég er hins vegar að segja mig úr stjórn en ekki að fara í stjórn. Reyndar er það stjórn starfsmannafélagsins en fyrir mér er það jafn mikilvægt og ef ég væri í ríkisstjórn landsins. Er búinn að standa mína "pligt" í eitt og hálft ár og ætla núna að leyfa öðrum að láta ljós sitt skína. Var á fullu að búa til ljósmyndasýningu í PowerPoint í allt kvöld sem á að sýna á aðalfundinum á morgun þegar öll stjórnin (heilir þrír einstaklingar) segir af sér og ný stjórn kemur í staðinn, stjórnarmyndun var í hverju herbergi á vinnustaðnum mínum í dag. Ó, já það er skipt um stjórn á hæðstu og lægstu stöðum þessa síðustu daga í maí. Svo er líka alltaf gaman þegar nýrri og ferskari vindar blása.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli
Þú verður nú að halda smá valdatitli... :)
kv.
IS