Í dag eru tvö ár frá fæðingu einkasonarins og ég man það eins og það hefði gerst í gær. Kom í heiminn kl. 13.50 eða svona hér um bil. Voru svo mikil læti þegar hann kom loksins í heiminn að enginn mundi eftir að kíkja á klukkuna en þessi tími er svona nærri lagi. Örugglega sú mesta lífsreynsla sem ég hef orðið fyrir á ævinni var fæðingin hans enda tók hún 32 tíma.
Í dag fékk hann köku í leikskólanum og svo komu ömmurnar og afarnir í mat til okkar í kvöld. Þá fékk einkasonurinn líka aðra köku og sprauturjóma. Honum fannst það ekki leiðinlegt. Tókst vel hjá honum að blása á kertin. Afmælisveislan er svo á sunnudaginn.
Í dag fékk hann köku í leikskólanum og svo komu ömmurnar og afarnir í mat til okkar í kvöld. Þá fékk einkasonurinn líka aðra köku og sprauturjóma. Honum fannst það ekki leiðinlegt. Tókst vel hjá honum að blása á kertin. Afmælisveislan er svo á sunnudaginn.
Ummæli