Sonurinn er veikur eina ferðina enn. Þetta var í annað skiptið í júní sem hann var orðinn veikur á föstudegi. Hann er nú allur að hressast og vonandi verður hann orðinn hress á morgun, sunnudag svo við komumst eitthvað út úr húsi.
Keyrði til Hveragerðis síðasta miðvikudagskvöld. Við fórum tvær saman vinkonurnar og heimsóttum eina vinkonu okkar sem býr þar. Það er nú ekki mjög langt til Hveragerðis, sérstaklega þegar það er sumar og engin hálka á götunum. Við vorum 36 mínútur frá Hveragerði og heim í Kópavoginn á leiðinni heim. Magga vinkona mín sem býr í Hveragerði á kött sem heitir Slaufa. Gunnhildur vinkona mín sem kom með mér til hennar spurði hvort kötturinn væri nokkuð kettlingafullur enda með frekar síðan maga, en þó ekkert voðalega feit. Magga var nú viss um að svo væri ekki. Við fréttum svo tveimur dögum seinna að Slaufa væri búin að eignast tvo kettlinga. Allir með kettlinga núna, önnur vinkona mín hún Rakel er að rækta skógarketti og er með sex, eins mánaðar gamla kettlinga til sölu.
Á fimmtudaginn fór ég svo í göngutúr með Huldu frænku. Hún býr í Sjálandshverfinu og löbbuðum við þar í kring. Það var fínt að fara í göngutúr en við sáum svolítið ógeðslegt á leiðinni. Máf með fuglsunga í kjaftinum, greinilega bara ný búinn að ná honum og fuglamamman að ráðast á máfinn en það var til lítils. Þessir máfar eru frekar ógeðslegir svo vægt sé til orða tekið. En göngutúrinn var góður og er ætlunin að fara aftur í göngutúr að viku liðinni, og þá jafnvel taka einhverjar fleiri frænkur okkar með.
Keyrði til Hveragerðis síðasta miðvikudagskvöld. Við fórum tvær saman vinkonurnar og heimsóttum eina vinkonu okkar sem býr þar. Það er nú ekki mjög langt til Hveragerðis, sérstaklega þegar það er sumar og engin hálka á götunum. Við vorum 36 mínútur frá Hveragerði og heim í Kópavoginn á leiðinni heim. Magga vinkona mín sem býr í Hveragerði á kött sem heitir Slaufa. Gunnhildur vinkona mín sem kom með mér til hennar spurði hvort kötturinn væri nokkuð kettlingafullur enda með frekar síðan maga, en þó ekkert voðalega feit. Magga var nú viss um að svo væri ekki. Við fréttum svo tveimur dögum seinna að Slaufa væri búin að eignast tvo kettlinga. Allir með kettlinga núna, önnur vinkona mín hún Rakel er að rækta skógarketti og er með sex, eins mánaðar gamla kettlinga til sölu.
Á fimmtudaginn fór ég svo í göngutúr með Huldu frænku. Hún býr í Sjálandshverfinu og löbbuðum við þar í kring. Það var fínt að fara í göngutúr en við sáum svolítið ógeðslegt á leiðinni. Máf með fuglsunga í kjaftinum, greinilega bara ný búinn að ná honum og fuglamamman að ráðast á máfinn en það var til lítils. Þessir máfar eru frekar ógeðslegir svo vægt sé til orða tekið. En göngutúrinn var góður og er ætlunin að fara aftur í göngutúr að viku liðinni, og þá jafnvel taka einhverjar fleiri frænkur okkar með.
Ummæli