Til hamingju með afmælið Magga 06.07.06. Systir hans Sigga á afmæli í dag, varð þrítug. Við fórum saman fjölskyldan á American Style eða stælinn eins og hann er stundum kallaður. Hún ætlar svo að halda uppá afmælið sitt enn betur um helgina. Við vissum ekkert hvað við áttum að gefa henni og ég og sonur minn fórum á Laugaveginn fyrr í dag til að fá einhverjar hugmyndir. Kristófer var í essinu sínu og horfði á alla bílana sem keyrðu niður eina helstu götu Reykjavíkur og kallaði brrrri og ef bílinn var í stærra lagi doooóór brrrri. Endað með því að ég dró Sigga í Smáralindina og völdum gjöfina korter í sjö í kvöld í en við áttum að hittast á stælnum kl. sjö! Komum aðeins og seint en ekkert alltof seint. Við (ég, Siggi og Kristófer Óli) og bróðir hans Sigga gáfum henn silfurhálsmen með íslenskum náttúrusteini, ópal. Voða flottur. Ég er svo mikið afmælisbarn að mér finnst alltaf svo gaman þegar einhver á afmæli og vildi helst gefa þeim allan heiminn. Verst að ég á ekki allan heiminn.
Sögur úr úthverfinu