Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2006

Ammili

Til hamingju með afmælið Magga 06.07.06. Systir hans Sigga á afmæli í dag, varð þrítug. Við fórum saman fjölskyldan á American Style eða stælinn eins og hann er stundum kallaður. Hún ætlar svo að halda uppá afmælið sitt enn betur um helgina. Við vissum ekkert hvað við áttum að gefa henni og ég og sonur minn fórum á Laugaveginn fyrr í dag til að fá einhverjar hugmyndir. Kristófer var í essinu sínu og horfði á alla bílana sem keyrðu niður eina helstu götu Reykjavíkur og kallaði brrrri og ef bílinn var í stærra lagi doooóór brrrri. Endað með því að ég dró Sigga í Smáralindina og völdum gjöfina korter í sjö í kvöld í en við áttum að hittast á stælnum kl. sjö! Komum aðeins og seint en ekkert alltof seint. Við (ég, Siggi og Kristófer Óli) og bróðir hans Sigga gáfum henn silfurhálsmen með íslenskum náttúrusteini, ópal. Voða flottur. Ég er svo mikið afmælisbarn að mér finnst alltaf svo gaman þegar einhver á afmæli og vildi helst gefa þeim allan heiminn. Verst að ég á ekki allan heiminn.

Veikindi

Sonurinn er veikur eina ferðina enn. Þetta var í annað skiptið í júní sem hann var orðinn veikur á föstudegi. Hann er nú allur að hressast og vonandi verður hann orðinn hress á morgun, sunnudag svo við komumst eitthvað út úr húsi. Keyrði til Hveragerðis síðasta miðvikudagskvöld. Við fórum tvær saman vinkonurnar og heimsóttum eina vinkonu okkar sem býr þar. Það er nú ekki mjög langt til Hveragerðis, sérstaklega þegar það er sumar og engin hálka á götunum. Við vorum 36 mínútur frá Hveragerði og heim í Kópavoginn á leiðinni heim. Magga vinkona mín sem býr í Hveragerði á kött sem heitir Slaufa. Gunnhildur vinkona mín sem kom með mér til hennar spurði hvort kötturinn væri nokkuð kettlingafullur enda með frekar síðan maga, en þó ekkert voðalega feit. Magga var nú viss um að svo væri ekki. Við fréttum svo tveimur dögum seinna að Slaufa væri búin að eignast tvo kettlinga. Allir með kettlinga núna, önnur vinkona mín hún Rakel er að rækta skógarketti og er með sex, eins mánaðar gamla kettlinga ...