Árið 2006 er gengið í garð og byrjað að líða á ógnarhraða. Tíminn líður alltaf hraðar og hraðar eftir því sem maður eldist. Janúar að verða búinn. Ég er eiginlega hætt að skilja þetta.
Á fimmtudaginn síðasta, 19. janúar þá var ég með Mirandas snyrtivörukynningu og bauð frænkum mínum ásamt tengdó og mákonu minni. Það var bara virkilega gaman og mér tókst að eyða peningum sem var nú ekki leiðinlegra.
Í gær fór ég svo með Gunnhildi vinkonu á mynd sem ég hef beðið lengi eftir enda einlægur aðdáandi Jane Austen. Uppáhalds sagan mín er Pride and Prejudice og það var einmitt myndin sem við sáum í gær. Voða sæt og væmin en ég var samt alltaf að bera hana saman við útgáfu BBC á Pride and Prejudice sem ég kann svo til utan að og hún var nú ekki betri en gaman að sjá tekið aðeins öðruvísi á efninu heldur en í þáttunum sem áttu það til að vera svolítið langdregnir.
Sigurborg og sonur hennar eru að koma í heimsókn núna þannig að ætli það sé ekki best að hætta þessu í bili.
Á fimmtudaginn síðasta, 19. janúar þá var ég með Mirandas snyrtivörukynningu og bauð frænkum mínum ásamt tengdó og mákonu minni. Það var bara virkilega gaman og mér tókst að eyða peningum sem var nú ekki leiðinlegra.
Í gær fór ég svo með Gunnhildi vinkonu á mynd sem ég hef beðið lengi eftir enda einlægur aðdáandi Jane Austen. Uppáhalds sagan mín er Pride and Prejudice og það var einmitt myndin sem við sáum í gær. Voða sæt og væmin en ég var samt alltaf að bera hana saman við útgáfu BBC á Pride and Prejudice sem ég kann svo til utan að og hún var nú ekki betri en gaman að sjá tekið aðeins öðruvísi á efninu heldur en í þáttunum sem áttu það til að vera svolítið langdregnir.
Sigurborg og sonur hennar eru að koma í heimsókn núna þannig að ætli það sé ekki best að hætta þessu í bili.
Ummæli