Ég er búinn að vera á tölvunámskeiðum í vinnunni nánast allan janúar mánuð hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Þetta eru nú frekar svona tölvunotkunarnámskeið og ég verð nú að viðukenna að ég hef lært mis mikið en þetta var nú samt nokkuð áhugavert og alltaf gaman að læra ný trix. Búinn að fara á Excel, PowerPoint og lýk svo Access námskeiði á morgun.
Svo fór ég á ut-daginn, þ.e. ráðstefnu á Nordica Hotel. Það var bara virkilega gaman og margt áhugavert sem kom þar fram. Það getur oft verið áhugavert að fara á ráðstefnur og fá þar nýjar hugmyndir og velta fyrir sér hugmyndum annarra. Svo fór ég einnig á hádegisverðarfund hjá samtökum um landupplýsingar, þ.e. LISA um samræmd leitarkefi. Þannig að það er búið að vera nóg að gera í janúar í vinnunni.
Annars gengur allt ágætlega með hið daglega líf. Lífið gengur sinn vanagang og ætli það sé ekki bara byrjað að vora, var a.m.k. 8°C í dag.
Svo fór ég á ut-daginn, þ.e. ráðstefnu á Nordica Hotel. Það var bara virkilega gaman og margt áhugavert sem kom þar fram. Það getur oft verið áhugavert að fara á ráðstefnur og fá þar nýjar hugmyndir og velta fyrir sér hugmyndum annarra. Svo fór ég einnig á hádegisverðarfund hjá samtökum um landupplýsingar, þ.e. LISA um samræmd leitarkefi. Þannig að það er búið að vera nóg að gera í janúar í vinnunni.
Annars gengur allt ágætlega með hið daglega líf. Lífið gengur sinn vanagang og ætli það sé ekki bara byrjað að vora, var a.m.k. 8°C í dag.
Ummæli