Það styttist í jólin og fyrsta jólaboðið er á morgun. Reyndar hefði amma mín orðið 83 ára á morgun þannig að ákveðið var að halda jólaboð fjölskyldunnar á þeim degi sem er bara ágætt. Þá er enginn búinn að bóka sig eitthvað annað enda hafa alls 64 (börn og fullorðnir) skráð sig í jólaboðið og þetta eru allt afkomendur ömmu 'Siggu og afa Ingólfs (og auðvitað líka þeir sem hafa verið svo heppnir að gifta sig inn í þessa glæsilegu fjölskyldu).
Gleðifréttir dagsins eru þær að bróðir minn eignaðist sinn annan son í dag. Hann er fimm árum yngri (sko bróðir minn) og strax kominn fram úr mér með barnaskarann, hahaha! Óska foreldrunum innilega til hamingju með þennan gullmola.
Gleðifréttir dagsins eru þær að bróðir minn eignaðist sinn annan son í dag. Hann er fimm árum yngri (sko bróðir minn) og strax kominn fram úr mér með barnaskarann, hahaha! Óska foreldrunum innilega til hamingju með þennan gullmola.
Ummæli
Jana