Við höfum alltaf verið dugleg að lesa fyrir einkasoninn áður en að hann fer að sofa. Núna er hinsvegar mest spennandi þegar við segjum honum heimatilbúna sögu. Hann hefur fjörugt ímyndunarafl og stundum segir hann okkur eins og eina sögu fyrir svefninn. Oftast segir hann okkur sögur um strák og stelpu sem eru að gera eitthvað spennandi, búa jafnvel við sjóinn og hitta hákarla eða hvali. Í gærkvöldi sagði ég honum sögu um tvo stráka sem komust í hann krappann þegar þeir hittu ljón. Hann varð alveg skíthræddur og ætlaði ekki að geta sofnað þar sem hann var svo hræddur um að dreyma þetta þannig að ég þurfti að róa hann með sögu um tvær stelpur sem ræktuðu blóm.
Kristófer Óli svaf eins og steinn í nýja rúmminu sínu og í herberginu sínu. Held að þetta hafi verið erfiðara fyrir foreldrana en hann. A.m.k. fyrir móður hans sem vaknaði örugglega fjórum sinnum um nóttina til að kíkja á hann. Föðursystir hans Kristófers Óla, sem hann kallar alltaf Göggu hæ kom í dag í heimsókn og fékk Kristófer Óla lánaðan og foreldrarnir tóku til í íbúðinni á meðan. Sér varla högg á vatni. Kristófer Óli var voða monntinn með nýja rúmmið sitt og æstist allur upp þegar hann var að sýna Göggu hæ það. Svo komu amma og afi úr Hörgatúninu með nýja dýnu í rúmmið, gæti ekki verið betra. Nú er bara að kenna drengnum að sofna sjálfum og á kopp og þá er foreldrahlutverkinu lokið, eða hvað? Annars er sumarfrí mitt á enda að þessu sinni, bara vinna á morgun. Dagurinn í dag var því bara í leti og lítið gert annað en að reyna að halda heimilinu í þokkalegu. Ég vinn reyndar ekki alla vikuna þar sem Kristófer litli Óli er að byrja í aðlögun í leikskólanum á morgun og verður það út v...
Ummæli