Sundið í dag féll niður þannig að í staðinn fékk einkasonurinn að fara rúnt í stóru dótabúðinni. Honum fannst það ekki leiðinlegt, móður hans fannst það kannski ekki eins skemmtilegt en lét sig hafa það. Kristófer Óli er ennþá viss um að honum langar í 60 þúsund króna smábíll sem er jeppaplastbíll sem gengur fyrir rafmagni. Hann er einnig viss um það að ef hann kemur með baukinn sinn í búðina þá geti hann örugglega keypt þennan bíl, móðir han er ekki eins viss. Þetta er nú samt ágætt á meðan hann lætur sig bara dreyma og suðar ekki. Um að gera að njóta þess á meðan er.
Áður en við fórum í dótabúðina í dag var einkasonurinn, bílakarlinn mikli að benda mér á hina og þessa jeppa sem honum fannst að við ættum að kaupa okkur í staðinn fyrir gamla góða fjölskyldubílinn sem við eigum núna. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að það væri kannski ekki sniðugast að kaupa sér jeppa á þessum síðustu og verstu dögum þegar bensínið stefnir óðfluga í 200 kall á líterinn. Reyndi nú að einfalda þetta eitthvað og benti honum á að jeppar súpa svo mikið bensín. Hann var með svör á reiðum höndum "Ekki rafmagnsjeppinn minn" og átti þá við smájeppann í dótabúðinni.
Áður en við fórum í dótabúðina í dag var einkasonurinn, bílakarlinn mikli að benda mér á hina og þessa jeppa sem honum fannst að við ættum að kaupa okkur í staðinn fyrir gamla góða fjölskyldubílinn sem við eigum núna. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að það væri kannski ekki sniðugast að kaupa sér jeppa á þessum síðustu og verstu dögum þegar bensínið stefnir óðfluga í 200 kall á líterinn. Reyndi nú að einfalda þetta eitthvað og benti honum á að jeppar súpa svo mikið bensín. Hann var með svör á reiðum höndum "Ekki rafmagnsjeppinn minn" og átti þá við smájeppann í dótabúðinni.
Ummæli