Ekki lengur veik, eða a.m.k. ekki að nafninu til. Fór í vinnuna í morgun en var heldur tuskuleg í allan dag og núna er ég alveg búinn á því. Frétti í vinnunni að ég hefði nú kannski bara verið með snert af flensunni, hár hiti og beinverkir.
Fórum svo í hið vikulega sund með drenginn. Einkasonurinn fékk að fara í fínu sundskóna sína sem amma hans keypti í Ameríku. Þeir eru mjög góðir og minnka til muna hættuna á því að renna og detta. Fréttum hjá föður samnemenda að hún hefði átt svona skó og í óspurðum fréttum fylgdi það söguninn að auðvitað hefði faðirinn týnt þeim. Þau höfðu svo leitað út um allan bæ en þeir eru ófáanlegir hérna. Til að gera langa sögu stutta þá kom bara einn sundskór með okkur heim!
Fórum svo í hið vikulega sund með drenginn. Einkasonurinn fékk að fara í fínu sundskóna sína sem amma hans keypti í Ameríku. Þeir eru mjög góðir og minnka til muna hættuna á því að renna og detta. Fréttum hjá föður samnemenda að hún hefði átt svona skó og í óspurðum fréttum fylgdi það söguninn að auðvitað hefði faðirinn týnt þeim. Þau höfðu svo leitað út um allan bæ en þeir eru ófáanlegir hérna. Til að gera langa sögu stutta þá kom bara einn sundskór með okkur heim!
Ummæli