Einkasonurinn er alltaf veikur, mér er sagt að það fylgi fyrsta árinu hjá dagmömmu og svo fyrsta árinu á leikskólanum en var einhvern veginn ekki alveg viðbúinn þessu. Í gær vorum við kölluð úr vinnunni kl. 9.30 þar sem hann var með 38°C hita í leikskólanum. Veit ekki hvaða einkunn við fáum fyrir foreldrahlutverkið þann daginn að senda veikt barnið í leikskólann. Kristófer Óli er ennþá heima veikur, ekki mikið veikur en drulluslappur eins og ég myndi segja um mig. Að taka tennur (hiti og tannpína), með í maganum (niður), kvef og hálsbólgu (hósti og hor).
Hann fer ekki í leikskólann á morgun.
Hann fer ekki í leikskólann á morgun.
Ummæli