Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2018

Sjö árum seinna

Sjö árum seinna nánast uppá dag rakst ég á þetta blog. Það hefur mátt muna sinn fífil fegri en mér þykur nú alltaf notalegt að kíkja hingað. Ég á ennþá tvo stráka og sá eldri er orðinn unglingur eða að verða 14 ára í haust og sá yngri nýroðinn 8 ára og heldur að hann sé líka unglingur. Ég er loksins búin að skipta um vinnu. Hætti í fyrra starfinu eftir 13 ára farsælt starf er núna búin að vinna 2 ár á nýja staðnum og líkar vel. Við vorum að kaupa okkur íbúð og fluttum núna í maí en höfðum búið í 13 ár í hinni íbúðinni uppá dag. Fengum hana afhenta 20. maí 2005 og afhentum hana til nýrra eiganda 20. maí 2018. Við keyptum okkur reyndar líka nýjan, gamlan bíl núna eftir áramót. Hinn bílinn höfðum við átt síðan 2009. Við höfum þetta ekki flókið. Keyptum bílinn af frænku minni og keyptum íbúð í sama stigagangi, bara ská fyrir ofan. Já, ég hef ekki verið þekkt fyrir að taka áhættur. Spurning hvort að það líði 7 ár þangað til ég læt eitthvað inn hérna aftur, kemur í ljós.