Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2010

Orðaleikir

Ef einkasonurinn man ekki orð þá býr hann þau bara til. Í gær mundi hann ekki orðið tölur og nefndi þær bara "hneppur" í staðinn. Kannski ekki svo galið.

Rok

Vá, hvað það er mikið rok úti. Ég og einkasonurin urðum næstum úti á Smáratorgi áðan þegar við vorum að reyna að komast inn í bílinn okkar áðan. Þá er nú gott að vera komin heim í góðu yfirlæti. Karlinn að horfa á handboltan og einkasonurinn farinn í afmæli til Jóns Helga vinar síns. Þá fæ ég frið til að vera í tölvunni. Næs...

Smá fréttir

Lítið sem ekkert að gerast á þessum vígstöðum, en samt smá fréttir.