Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2009

Langisandur og Hvalfjörður

Við vorum eiginlega búin að plana útilegu um helgina en frúin á heimilinu tókst að ná sér í kvef og hálsbólgu eins og svo oft áður og þorði því ekki að gista í tjalid. Við fórum því í staðinn bara í dagsferð í þessu frábæra veðri. Við fórum Hvalfjarðargöngin og enduðum á Langasandi á Akranesi sem er algjör Paradís og keyrðum svo Hvalfjörðinn til baka. Við Langasand á Akranesi. Einkasyninum fannst þetta sko ekki leiðinlegt. Endaði með því að vera á nærbuxunum (sem einnig blotnuðu að lokum) og stuttermabol enda var veðrið frábært. Í Hvalfirði. Við Steðja í Hvalfirði. Glæsilegur steinn sem sést ekki frá veginum.

Miðnætursólin

Ég elska miðnætursólina og get ekki fengið nóg af henni. Verst hvað ég fer alltaf seint að sofa á þessum tíma þar sem mér finnst ég vera að missa af einhverju. Fór í kvöld út á Gróttu og dáðist að miðnætursólinni.

Hæ, hó, jibbí, jei

Þjóðhátíðardagurinn sautjándi júní að kvöldi kominn og öll fjölskyldan er dauðþreytt. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá tókum við allan pakkan, s.s. skrúðganga, leiktæki, hoppukastali, máling í framan og að sjálfsögðu einnig fylgst með skemmtiatriðunum - svo eitthvað sé nefnt. Við fórum á Rútstún eins og sannir Kópavogsbúar, geymdum bílinn við Kópavogsskóla og drifum okkur í skrúðgönguna. Skemmtilegur dagur og enginn rigning (svona hér um bil). Ég minnist þess þó helst að hafa staðið í biðröðum við hin og þessi tæki en einkasonurinn var mjög ánægður. Enduðum í stautjándajúní kaffi hjá stórfjölskyldunni, nánar tiltekið hjá Gauja frænda og Huldu rétt hjá Rútstúni og löbbuðum svo til baka þar sem við sóttum bílinn. Hér eru nokkrar myndir af þjóðhátíðardeginum. Feðgarnir í skrúðgögnu. Á rútstúni, hvern þekkir þú? Loksins í hoppukastalanum, eftir biðröðina miklu. Framleiðsla á fígúrum. KÓS var alveg viss um hvað hann ætlaði að láta mála framan sig, giskið þið svo! Ok, hann vildi verða sva...

Krónikan 2008

Rakst á þetta myndband. Reyndi að koma því á netið um áramótin og svo aftur í mars en hélt að það hefði ekki tekist þar sem það var allof stórt í MB. Það virðist þó hafa tekist þannig að ég læt þetta núna inná síðuna, aðallega fyrir mig og þá sem nenna að horfa á þetta. Þetta er frekar langt og hljóðið ekki uppá marga fiska en þetta var uppáhaldslag sonarins 2008 (NB ekki uppáhalds lagið mitt) og auðvitað er þetta myndband algjört meistaraverk.

Laugarvatn

Við fórum á Laugarvatn um helgina í sumarbústað og það var gaman. Eiginmaðurinn fór 18 holur í golfi bæði laugardag og sunnudag og einkasonurinn stundaði heitapottinn grimmt, prófaði minigolf og lét dekra við sig. Frúin á heimilinu fór í sund á Laugarvatni, prófaði minigolf og prjónaði. Nú erum við komin heim í heiðardalinn og alvara lífsins tekur við á morgun. En, æ hvað það er nú gaman að fara aðeins út fyrir borgina og njóta þess sem sveitin hefur uppá að bjóða. Til minnis: Vá hvað himininn og sólarlagið er flott núna. Það er best að búa á Íslandi, kannski ekki í Kópavogi í augnablikinu en það lagast.

Esjan

Fór í fyrsta skipti á ævinni upp Esjuna í gær. Vá hvað það var erfitt og vá hvað það var gaman. Ég komst ekki alla leið en það verður bara seinna. Önnur ferð plönuð í næstu viku. Uppfært: Bætti við mynd en er ekki ennþá búinn að fara aftur. Stefni á að gera það þegar ég er kominn í sumarfrí um miðjan júlí.