Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann í febrúar og þetta telst vera í þriðja skiptið í mánuðinum sem ég set inn færslu. Að minnsta kosti oftar en í janúar! Vinnufélagar mínir höfum tekið þátt í Lífshlaupinu þannig að ég hef annað hvort farið út að labba eða í sund síðustu tvær vikurnar nánast uppá hvern einast dag, a.m.k. 30 mínútur. Frænkurnar eru einnig byrjaðar að ganga aftur og núna á fimmtudögum og síðasta fimmtudag gengum við í 1 tíma og 20 mínútur þannig að það er nóg að gera. Svo er laugardagskvöld og ég ætla aldeilis að hafa það gott með fjölskyldunni, já í dag er letidagur.
Sögur úr úthverfinu