Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2009

Laugardagur til leti

Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann í febrúar og þetta telst vera í þriðja skiptið í mánuðinum sem ég set inn færslu. Að minnsta kosti oftar en í janúar! Vinnufélagar mínir höfum tekið þátt í Lífshlaupinu þannig að ég hef annað hvort farið út að labba eða í sund síðustu tvær vikurnar nánast uppá hvern einast dag, a.m.k. 30 mínútur. Frænkurnar eru einnig byrjaðar að ganga aftur og núna á fimmtudögum og síðasta fimmtudag gengum við í 1 tíma og 20 mínútur þannig að það er nóg að gera. Svo er laugardagskvöld og ég ætla aldeilis að hafa það gott með fjölskyldunni, já í dag er letidagur. 

Bókalestur

Ég las eina bók um jólin. Sú bók var reyndar 500 blaðsíður en hún var bara svo góð að ég þorði ekki að lesa fleiri þó svo að nóg væri af bókaúrvalinu á þessu heimili, aldrei þessu vant. Ég var og er í raun ennþá viss um að engar bækur standast samanburðinn við þessa bók. Ef ykkur finnst gaman að lesa góða krimma, þá mæli ég með bókinni "Karlar sem hata konur" . Svolítið furðulegt nafn á sakamálabók og bókin fjallar alls ekki um þetta eða hvað?

Snjór, snjór, snjór og aftur snjór

Ótrúlegt en satt þá hendi ég inn færslu hérna. Var bara alveg dottin úr blöggstuði og þegar fólk var farið að frétta hina ýmsu hluti um mig á þessari síðu og hætt að nenna að hafa samband og nennti ekki einu sinni að skilja eftir komment þá gafst ég bara upp. Hehehe!!! Kannski ekki alveg rétt, held að aðal ástæðan hafi nú verið leti og svo gerðist greinilega ekkert merkilegt í janúar.  En núna er kominn snjór og fallegt veður uppá hvern einasta dag, janúar búinn og það er sko farið að vora. Hvað getur maður annað en verið ánægður og blöggað smávegis um það. Ótrúlega gaman að fá allan þennan snjó og ég og einkasonurinn höfum farið ófáar ferðir upp brekkuna sem er nánast inná lóðinni okkar eða svona hér um bil. Ég hef nú aðallega labbað upp og hlaupið niður en einkasonurinn brunar niður, tja hann hefur nú ekki verið frægur fyrir að vera með stórt hjarta (freka frægur fyrir að vera yfirlýsingaglaður) svo að það er nú eins gott að hafa bremsur á snjóþotunni. Bremsurnar voru notaðar svo mik...