Er á leiðinni á árshátíð á eftir og ætti kannski ð vera að gera allt annað en að hanga í tölvunni. Fór áðan í Smáralindina með mömmu og Kristófer Óla og keypti mér blússu til að vera í við pilsið mitt. Keypti að vísu tvær blússur, þá er bara að ákveða í hvorri maður fer, eriftt fyrir þá sem eru ákvörðunarfælnir. Kristófer Óli græddi heilmikið á því að fara með ömmu sinni, fékk nýjar gallabuxur og gíraffahúfu.
Er reyndar búin að vera á fullu að undirbúa árshátíðina þar sem ég er ein af þremur sem er í stjórn starfsmannafélagsins. Það hefur bara verið nokkuð gaman að undirbúa þetta en heilmikil vinna.
Jæja, nú er best að drífa sig í sturtu og svo að ákveða í hverju maður fer. Þarf að vera mætt í vinnuna kl. 16.15 til að prenta út viðurkenningarskjöl fyrir skemmtiatriðið okkar og einnig prenta út og fjölrita söngtexta sem við ætlum að syngja í kvöld.
Er reyndar búin að vera á fullu að undirbúa árshátíðina þar sem ég er ein af þremur sem er í stjórn starfsmannafélagsins. Það hefur bara verið nokkuð gaman að undirbúa þetta en heilmikil vinna.
Jæja, nú er best að drífa sig í sturtu og svo að ákveða í hverju maður fer. Þarf að vera mætt í vinnuna kl. 16.15 til að prenta út viðurkenningarskjöl fyrir skemmtiatriðið okkar og einnig prenta út og fjölrita söngtexta sem við ætlum að syngja í kvöld.
Ummæli